Segir niðurstöðuna dauðadóm

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur kom­ast að þeirri niður­stöðu í dag að Fann­ey Björk Ásbjörns­dótt­ir eigi ekki rétt á nýj­ustu lyfj­um við lifr­ar­bólgu C. Fann­ey smitaðist af sjúk­dómn­um fyr­ir 32 árum síðan við blóðgjöf við fæðingu dótt­ur sinn­ar árið 1983.

Fann­ey sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að niðurstaða héraðsdóms væri gríðarleg von­brigði. Niðurstaðan fæli í raun í sér dauðadóm yfir sér. Um er að ræða lyfið Har­voni sem gefið er lifr­ar­bólgu­sjúk­ling­um ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um en hef­ur ekki staðið hér­lend­um sjúk­ling­um til boða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert