Hefur áhrif á ferðaþjónustuna

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir sam­tök­in hafa fengið tölu­vert af meld­ing­um frá fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ust­unni vegna samþykkt­ar Reykja­vík­ur­borg­ar um að sniðganga vör­ur frá Ísra­el.

Hann seg­ir orð og álykt­an­ir hafa ábyrgð og síðan á þriðju­dag hafi ís­lensk fyr­ir­tæki fengið tölu­vert af fyr­ir­spurn­um, hat­ur­s­póst­um og eitt­hvað af af­bók­un­um vegna máls­ins. Skapti Örn seg­ir þetta sýna hversu viðkvæmt ástandið í ferðaþjón­ust­unni sé nú í heimi sam­fé­lags­miðla og nú­tíma fjöl­miðlun­ar, enda sé orðið fljótt að ber­ast.

Skapti Örn seg­ir ísra­elska ferðmenn mik­il­væga fyr­ir ferðaþjón­ust­una hér á landi. „Þetta eru verðmæt­ir ferðamenn sem kaupa vöru og þjón­ustu hjá fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ustu hér landi á landi.“ Hann seg­ir aukn­ingu ferðamanna á Íslandi hafa verið um og yfir 20% síðastliðin ár þegar hún er um 4-5% ann­ars staðar í heim­in­um og því verði fólk að hafa í huga að orðum fylg­ir ábyrgð.

„Þetta er lýs­andi dæmi um það hvað ástandið er viðkvæmt þegar kem­ur að ferðaþjón­ustu, þetta snýst allt um orðspor og ímynd.“ Hann bend­ir á að þó svo að ákveðið hafi verið að draga til­lög­una til baka fyrr í dag sé skaðinn þegar skeður.

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir Icelanda­ir hafa fengið þó nokk­ur viðbrögð við ákvörðun borg­ar­stjórn­ar. „Á þessu stigi er fólk aðallega að láta okk­ur vita að það sé verið að fylgj­ast með og er að hvetja okk­ur til þess að beita okk­ur gegn þess­um ákvörðunum.“ Hann seg­ir at­huga­semd­irn­ar koma frá viðskipta­vin­um, bæði ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ust­unni en enn hafi þó ekki borist nein­ar af­bók­an­ir.

Þá seg­ir Þóra Björk Þór­halls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ferðskrif­stof­unn­ar Nordic Visitor, að sér hafi borist póst­ar og at­huga­semd­ir vegna máls­ins. Hún seg­ir fólk ekki gera grein­ar­mun á því að hér sé um ákvörðun borg­ar­stjórn­ar að ræða og tali um þetta sem ákvörðun Íslands. „Verið er að gagn­rýna það að við séum að sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur og þá ætl­ar fólk sér í staðin að hætta við að ferðast til Íslands.“ Hún seg­ir ferðaskri­stof­unni ekki hafa borist nein­ar bein­ar af­bók­an­ir en fólk sem hafi haft áhuga á að heim­sækja landið sé frek­ar að hætta við. „Sum­ir af þess­um póst­um hljóma þannig að fólki hafi lengi langað og ætlað sér að koma til Íslands en sé nú hætt við.“

Skapti Örn Ólafsson, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar.
Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert