Útvarp Saga: Treystir þú múslimum?

Skjáskot af vef Útvarps Sögu

Á heimasíðu Útvarps Sögu er nú skoðana­könn­un þar sem fólk er beðið að svara hvort það treysti múslim­um.

Val­mögu­leik­arn­ir eru þrír: Já, nei og hlut­laus.

Í morg­un hafa marg­ir rætt þetta á sam­fé­lags­miðlum, m.a. Face­book. „Til ham­ingju Útvarp Saga. Þetta hlýt­ur að vera ein­hvers­kon­ar met í lág­kúru. Og heimsku. Og fá­fræði. Og hei­mótt­ar­hætti. Og ras­isma. Og mann­vonsku,“ skrif­ar t.d. Snæ­björn Ragn­ars­son, bassa­leik­ari Skálmald­ar en færslu hans um málið hef­ur verið deilt yfir hundrað sinn­um frá því að hún var sett inn um kl. 11 í morg­un. 

Á heimasíðu Útvarps Sögu má smella á „töl­fræði“, sum sé stöðu könn­un­ar­inn­ar. Kl. 13.16 í dag höfðu 850 svarað könn­un­inni. 390 segj­ast ekki treysta mús­lím­um en fleiri segj­ast gera það eða 434.

Útvarp Saga hef­ur oft verið sakað um að ala á for­dóm­um. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert