Víglundur: Fúskað í fjármálaráðuneyti

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár.
Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár. mbl.is/Kristinn

„Það fyrsta sem þú þarft að gera er að op­in­bera öll gögn um samn­inga við skila­nefnd­ir/​slita­stjórn­ir gömlu bank­anna og hætta að halda hlífiskildi yfir verk­um Stein­gríms [J. Sig­fús­son­ar],“ skrif­ar Víg­lund­ur Þor­steins­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður BM Vallár, í opnu bréfi til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­málaráðherra, í Morg­un­blaðinu í dag. 

Víg­lund­ur hef­ur sakað ráðherra, emb­ætt­is­menn og starfs­menn slita­stjórna um lög­brot þegar nýju rík­is­bank­arn­ir voru stofnaðir árið 2009. Hef­ur hann haldið því fram að farið hafi verið fram­hjá neyðarlög­um frá ár­inu 2008. Hann hef­ur ít­rekað reynt að afla gagna úr fjár­málaráðuneyt­inu vegna máls­ins og leitaði m.a. til úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál vegna þess. Þegar hann fékk svo gögn af­hent sam­kvæmt úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar kom í jós að nokkuð vantaði upp á full skil, að því er fram kem­ur í grein Víg­lund­ar. 

Hann seg­ist nú skrifa bréfið til Bjarna þar sem hon­um sýn­ist að síðastliðið vor hafi „mis­tök í ljós­rit­un“ end­ur­tekið sig hjá fjár­málaráðuneyt­inu við skil á skjali til stjórn­skip­un­ar og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. „Eitt er að reyna að „blekkja ræf­il­inn mig“ hitt er að blekkja Alþingi!“

Sjá frétt mbl.is: Af­henti rík­is­banka án heim­ild­ar

Grein Víg­lunds fer hér að neðan í heild:

Bréf nr. 2 til Bjarna Bene­dikts­son­ar:

Sæll Bjarni.

Eins og þú manst skrifaði ég þér opið bréf í lok maí um minn­is­glöp emb­ætt­is­manna þinna á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í vor um störf stýr­i­n­efnd­ar Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar um samn­inga við er­lenda kröfu­hafa.

Minn­is­glöp eru ekki það eina sem er að. Reynsla mín af skjalameðferð þeirra í fjár­málaráðuneyt­inu er að þar virðist ástæða til at­hug­ana og rann­sókn­ar. Hér ætla ég að fjalla um nokk­ur atriði sem kalla á at­hafn­ir af þinni hálfu þótt ýmis þess­ara at­vika hafi átt sér stað á vakt Stein­gríms Joð.

Fyrst ætla ég að nefna viðleitni mína við að afla gagna á ár­un­um 2011 til 2013. Áður hef ég fjallað um vilja­leysi þess­ara emb­ætt­is­manna til að aðstoða og leiðbeina við þá gagna­öfl­un eins og þeim ber sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Fór svo að ég þurfti að leita at­beina Úrsk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál til að fá gögn.

Fúsk eða fals?

Nú mun ég fjalla um það hvernig af van­rækslu, fúski eða ein­hverju verra var mis­farið með skjöl og af­hend­ingu þeirra.

Fyrsti úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar er nr. 436 / 2012, úr­sk­urður­inn sem staðfesti til­vist „dauðal­ist­ans“ hjá Nýja Kaupþingi. Í þeim úr­sk­urði get­ur að lesa eft­ir­far­andi:

„Í skýr­ing­um fjár­málaráðuneyt­is­ins til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar, dags. 28. júní 2012, kem­ur fram í til­efni af fyr­ir­spurn­um nefnd­ar­inn­ar, að til­tek­inn viðauki við samn­ing­inn sem vitnað er til í 8. gr. hans hafi ekki fylgt því ein­taki af samn­ingn­um sem sé til í ráðuneyt­inu. Viðauk­inn sé því ekki fyr­ir­liggj­andi hjá ráðuneyt­inu. Nán­ar til­tekið er um að ræða viðauka sem vísað er til í 8. gr. samn­ings­ins og mun inni­halda upp­lýs­ing­ar um mat á verðmæti þeirra eigna eða rétt­inda sem m.a. skal byggt á við upp­gjör milli bank­anna, þ.e. verðmæti á svo­nefnd­um „Ring-fenced As­sets“ en það hug­tak er notað um um­rædd­ar eign­ir í samn­ingn­um. Úrsk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál tel­ur ekki til­efni til að rengja þá full­yrðingu fjár­málaráðuneyt­is­ins að þessi viðauki sé ekki fyr­ir­liggj­andi hjá því.“ Hér er fyrsta dæmið um fúsk eða van­rækslu þinna manna, Bjarni, sem voru þá á vakt­inni fyr­ir Stein­grím.

Næst er til að taka úr­sk­urð Úrsk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál nr. 510 / 2013. Með þeim úr­sk­urði mælti nefnd­in fyr­ir um það að mér skyldu af­hent­ar fund­ar­gerðir stýr­i­n­efnd­ar Stein­gríms um samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna.

Þegar ég fékk gögn­in af­hent kom í ljós að nokkuð vantaði upp á full skil. Fyrst er til að taka að fund­ar­gerðir 1. og 13. fund­ar nefnd­ar­inn­ar voru ekki sagðar til í ráðuneyt­inu, ekki var upp­lýst hvort þær hefðu týnst eða aldrei verið ritaðar. Þá var fund­ar­gerð 28.7. 2009 um fund með er­lend­um kröfu­höf­um tóm að efni. Þrátt fyr­ir ít­rek­un stjórn­skip­un­ar og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is hafa þess­ar fund­ar­gerðir ekki fund­ist, að sögn þinna manna.

Hægt að bæta úr

Ég tel að þú get­ir látið bæta úr því með ein­föld­um hætti. Í 2. fund­ar­gerðinni kem­ur fram að þar hafi verið mætt­ur Guðmund­ur Árna­son ráðuneyt­is­stjóri og gert grein fyr­ir fyrsta fundi nefnd­ar­inn­ar. Ég tel ein­boðið að þú fel­ir Guðmundi ráðuneyt­is­stjóra að bæta úr þessu og skrifa minni­blað um 1. fund nefnd­ar­inn­ar og 13. fund svo þessi skjöl verði í skjala­safn­inu, sömu­leiðis fund­inn 28.7. Með því gæf­ist Guðmundi tæki­færi til að bæta úr van­rækslu. Fleiri nú­ver­andi starfs­menn þínir voru á fund­un­um og gætu hjálpað. Með úr­bót­um þeirra gæt­ir þú ef til vill sleppt að áminna þá !

Skrýt­in ljós­rit­un

Fleira reynd­ist ábóta­vant við skil á þess­um fund­ar­gerðum. Við lest­ur fund­ar­gerðar um fund frá 1.7. 2009 sýnd­ist sem fund­ur­inn hefði endað stutt­ara­lega. Sam­kvæmt skil­um fjár­málaráðuneyt­is­ins var fund­ar­gerðin rúm­lega hálf bls. í skrýtnu ljós­riti og endaði ein­kenni­lega. Ég leitaði eft­ir því við ráðuneytið hvort þetta væri rétt svona eða hvort um mis­tök kynni að vera að ræða. Svar ráðuneyt­is­ins var skýrt, eng­in mis­tök þetta er fund­ar­gerðin.

Þar sem ég taldi vegna efn­is­sam­heng­is að upp á vantaði leitaði ég aft­ur til Úrsk­urðar­nefnd­ar­inn­ar um aðstoð. Var mér bent á að úr­sk­urðir nefnd­ar­inn­ar væru aðfar­ar­hæf­ir og giltu gagn­vart öllu stjórn­kerf­inu þar sem gögn væri að finna. Benti skrif­stofu­stjóri nefnd­ar­inn­ar mér á að leita at­beina for­sæt­is­ráðuneyt­is um skil til sam­an­b­urðar.

Þar kom í ljós önn­ur út­gáfa á gerð fund­ar­ins 1. júlí en sú sem fjár­málaráðuneytið hafði skilað. Þess­ar mis­mun­andi út­gáf­ur má lesa í viðhengi með grein­inni á mbl.is. Í fram­hald­inu fundaði ég með starfs­mönn­um for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins vegna þessa. Fyr­ir fund­inn höfðu þeir haft sam­band við starfs­menn fjár­málaráðuneyt­is sem þá fundu allt í einu hina réttu fund­ar­gerð og báru við mis­tök­um í ljós­rit­un!

Nú er það svo að það sem vantaði upp á var hluti af síðu. Það er flókið að ljós­rita eina síðu þannig að texta neðri hluta vanti. Sýn­ist mér að til þess þurfi ásetn­ing. Eft­ir að ég fékk þessu réttu skil og var bú­inn að finna það sem ég leitaði að ákvað ég þá að láta kyrrt liggja.

Nýr ljós­rit­un­ar­vandi

Það sem síðan varð til þess að ég skrifa þetta bréf til að hvetja þig til at­hafna er að síðastliðið vor sýn­ist sem þessi „mis­tök í ljós­rit­un“ hafi end­ur­tekið sig hjá fjár­málaráðuneyt­inu við skil á skjali til stjórn­skip­un­ar og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. Þar er á bls. 3 vitnað til töluliðar 4.2. (b) í skjal­inu sem ekki sýn­ist hafa ljós­rit­ast. Skjalið fylg­ir sem viðhengi á mbl.is.

Þegar ég upp­götvaði þetta þótti mér skör­in fær­ast upp í bekk­inn. Eitt er að reyna að „blekkja ræf­il­inn mig“ hitt er að blekkja Alþingi!

Það er rétt að hafa í huga í þessu sam­hengi að lín­an milli fúsks og fals er mjó. Þar mun­ar því einu hvort um er að ræða gá­leysi eða ásetn­ing. Í þess­um til­vik­um sýn­ist mér allt benda til ásetn­ings. Það er tor­velt að ljós­rita svo að vanti inn­an í eða neðan á síður fyr­ir mis­tök.

Létt­um leynd­inni af

Nú sýn­ist mér að þú þurf­ir að láta hend­ur standa fram úr erm­um og létta leynd af þess­um verk­um Stein­gríms með hjálp emb­ætt­is­manna sem eru þínir í dag. Fram­hald leynd­ar verður þér til vand­ræða.

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að op­in­bera öll gögn um samn­inga við skila­nefnd­ir/​slita­stjórn­ir gömlu bank­anna og hætta að halda hlífiskildi yfir verk­um Stein­gríms. Í ljósi gagn­sæ­is og réttra upp­lýs­inga eig­um við kröfu á að allt verði op­in­bert. Þér að segja er ein al­geng­asta spurn­ing sem ég fæ vegna þess­ara umræðu:

Af hverju er Bjarni að vernda Stein­grím? Þannig hugsa marg­ir!

Loks er að meta hvort skjöl hafi verið fölsuð í ráðuneyt­inu af ráðuneyt­is­stjór­an­um og hans aðstoðarmönn­um. Til þess þarf at­beina rann­sókn­araðila svo að mál verið út­kljáð. Í þeim efn­um sýn­ist mér að bíði þín ís­köld ákvörðun um viðeig­andi meðferð.

Viðhengi:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert