Ók á mann á Hellisheiði

Lög­regl­an á Suður­landi lýs­ir eft­ir hvít­um Honda-jepp­lingi sem var á ferðinni á Hell­is­heiði milli klukk­an 9.00 og 10.30 síðastliðinn föstu­dag.

Talið er að bíll­inn hafi verið á leiðinni aust­ur en ökumaður hans fór ekki eft­ir þeim leiðbein­ing­um sem gilda á svæðinu vegna vega­fram­kvæmda á Hell­is­heiði með þeim af­leiðing­um að hann ók utan í mann sem var við vega­vinnu­störf á svæðinu. Ef ökumaður kann­ast við at­vikið er hann beðinn um að hafa sam­band við lög­regl­una á Suður­landi. 

Maður­inn féll utan í stiku en hélt áfram vinnu sinni. Þegar líða tók á dag­inn fór hann að finna fyr­ir verkj­um og þá komu í ljós inn­vort­is áverk­ar.

Lög­regl­an vill árétta það að öku­menn fari eft­ir fyr­ir­mæl­um um breytt­ar um­ferðarregl­ur á svæðinu. Vegna fram­kvæmd­anna á Hell­is­heiði gilda hraðalækk­an­ir og bann við framúrakstri. Þá þarf þarf einnig að taka til­lit til þeirra starfs­manna sem að vinna að fram­kvæmd­un­um.

Furðar sig á hátt­semi öku­manns­ins

Eig­in­kona manns­ins er ekið var á furðar sig hátt­semi öku­manns­ins í inn­leggi sem hún birti á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir hún greini­legt að ökumaður­inn hafi ekki verið að „fíla“ að þarna væru menn við vinnu og að hann hafi þurft að hinkra stutta stund meðan jarðvegs­efni væri sturtað á göt­una. Hún seg­ir eig­in­mann sinn alltaf klædd­an í sýni­leg neong­ul vinnu­föt og því hafi aðrir bíl­ar stoppað fyr­ir hon­um. Þessi bíl­stjóri hafi aft­ur á móti gefið í með þeim af­leiðing­um að keyrt var á hann. Eft­ir lækn­is­skoðun kom í ljós að maður­inn var með sært milta, mar­inn kviðvegg og þrjú brot­in rif­bein. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert