Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september um undirbúning og útfærslu á sniðgöngu á ísraelskum vörum verða lagðar fyrir fund borgarstjórnar þriðjudaginn 22. september, segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar.
Tvær tillögur um málið verða ræddar á fundinum, ein frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina og hin frá Samfylkingu, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum.
<a href="/frettir/innlent/2015/09/19/aetlar_ad_draga_tilloguna_til_baka_7/" target="_blank">Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við mbl.is í gær</a>að tillagan yrði dregin til baka en að til stæði að breyta orðalagi hennar og leggja hana aftur fram. Í breyttri tillögu yrði skýrt tekið fram að sniðgangan næði aðeins til ísraelskra vara sem framleiddar væru á hernumdu svæðunum.
<a href="/frettir/innlent/2015/09/19/tillagan_verdi_dregin_til_baka/" target="_blank">Í tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina</a>er hins vegar aðeins gert ráð fyrir að tillagan verði dregin til baka til að
<span> „lágmarka þann skaða sem samþykkt meirihluta borgarstjórnar hefur haft í för með sér fyrir orðspor og viðskipti Íslands við önnur lönd.“ </span>