Dregur örlítið úr ánægju landans

Graf/MMR

Örlítið hefur dregið úr ánægju landsmanna gagnvart nágrönnum sínum, vinnu og sumarfríi samanborið við 2010, þótt ánægja þeirra sé almennt mikil gagnvart fyrrnefndum þáttum.

1.023 einstaklingar svöruðu könnun MMR dagana 31. ágúst til 3. september, en niðurstöðurnar voru þær að 89,9% reyndust ánægðir með nágranna sína, 87,7% ánægðir með sumarfríið sitt og 90,5% ánægðir með vinnuna sína.

Fyrir fimm árum, árið 2010, sögðust 92,2% frekar eða mjög ánægðir með nágranna sína, 91,1% ánægðir með sumarfríið sitt og 91,2% ánægðir með vinnuna sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert