„Grýla er dauð“

„Haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum …
„Haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár,“ segir Björgólfur. mbl.is/Frikkir

„Grýla er dauð og búið að kasta rek­un­um. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni,“ skrif­ar Björgólf­ur Thor Björgólfs­son á heimasíðu sína þar sem um­fjöll­un­ar­efnið er Ices­a­ve. Hann seg­ir að nú sé end­an­lega búið að staðfesta dauða gömlu Ices­a­ve-grýl­unn­ar“.

Hann seg­ir að jarðarför henn­ar hafi næst­um farið fram í kyrrþey „a.m.k. sé miðað við þær upp­hróp­an­ir, for­mæl­ing­ar og djöf­ul­skap sem ein­kenndu til­veru henn­ar. Öll sú til­finn­inga­semi var byggð á inn­an­tóm­um hræðslu­áróðri og stjórn­mála­menn þess tíma ættu að skamm­ast sín fyr­ir að leiða þjóðina á þær skaðlegu braut­ir,“ skrif­ar Björgólf­ur.

Hann bend­ir á að greint hafi verið frá því sl. föstu­dag að samið hafi verið um lo­ka­upp­gjör Ices­a­ve. Trygg­inga­sjóður inni­stæðueig­enda og fjár­festa muni greiða Bret­um og Hol­lend­ing­um 20 millj­arða króna. Þeir pen­ing­ar séu til í fór­um Trygg­inga­sjóðsins og hafi að mestu verið safnað í sjóðinn fyr­ir fall ís­lensku bank­anna haustið 2008.

„Skömm þeirra er mik­il“

„Stærsti áfangi í Ices­a­ve-mál­inu náðist í janú­ar 2013, þegar EFTA-dóm­stóll­inn hafnaði öll­um kröf­um Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA í mál­inu. Sú niðurstaða kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins veg­ar mjög á óvart hversu lang­an tíma það tók að sann­færa fólk um að eig­ur Lands­bank­ans dygðu fyr­ir Ices­a­ve-kröf­un­um. Ég benti fyrst á þetta haustið 2008, í viðtali við Komp­ás og lagði áherslu á mik­il­vægi þess að haldið yrði vel utan um eig­ur bank­ans, til að tryggja sem best­ar heimt­ur,“ skrif­ar Björgólf­ur.

„Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vand­an­um gætu reynst af­drifa­rík­ari en vand­inn sjálf­ur og þar reynd­ist ég því miður einnig sann­spár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylk­ing­ar og  ásak­an­ir um föður­lands­svik urðu svo al­geng­ar að eng­inn virt­ist gera sér grein fyr­ir al­var­leika þeirra leng­ur. Lífs­kjör hér áttu að fær­ast aft­ur á stein­öld og þjóðar­inn­ar beið það eitt að verða und­irokaðir þræl­ar stórþjóða. Stjórn­mála­menn kyntu marg­ir und­ir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarn­ar og benda ró­lega og yf­ir­vegað á fær­ar leiðir til lausn­ar. Skömm þeirra er mik­il.

Grýla er dauð og búið að kasta rek­un­um. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

„Fullnaðarsig­ur í Ices­a­ve-mál­inu“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert