Kosningaaldur lækki í 16 ár

Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason.
Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, og Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafa lagt fram til­lögu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu í þá veru að kosn­inga­ald­ur verði lækkaður úr 18 árum í 16 ár.

Til­lag­an er svohljóðandi: 1. málsl. 1. mgr. 33. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar orðast svo: Kosn­ing­ar­rétt við kosn­ing­ar til Alþing­is hafa all­ir sem eru 16 ára eða eldri þegar kosn­ing fer fram og hafa ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni, sem hef­ur verið flutt áður, seg­ir meðal ann­ars: „Dræm og dvín­andi þátt­taka ungs fólks í kosn­ing­um til lög­gjaf­arþinga og sveit­ar­stjórna er víða staðreynd og veld­ur áhyggj­um af framtíð lýðræðis. Þykja lík­ur til þess að fólk geti orðið af­huga stjórn­málaþátt­töku og snú­ist af braut lýðræðis­legr­ar stefnu­mót­un­ar og ákv­arðana­töku, þar sem mál­um er ráðið til lykta með umræðu og síðan kosn­ing­um, ef ekki gefst kost­ur á þátt­töku jafnskjótt og vit­und ein­stak­lings­ins um áhrifa­mátt sinn og ábyrgð á eig­in vel­ferð og sam­fé­lags­ins hef­ur vaknað. Að sjálf­sögðu eiga hér einnig við hin al­mennu sjón­ar­mið um lýðræðis­lega fram­kvæmd, þ.e. að mik­il og víðtæk þátt­taka í kosn­ing­um gefi traust­asta vitn­eskju um vilja borg­ar­anna og því mik­il­vægt að sem allra flest­ir njóti at­kvæðis­rétt­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert