Frumvarp var lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi á laugardag um rýmkaðar heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu vara.
Málið var einnig lagt fyrir síðasta þing og er lagt fyrir nú óbreytt en í því felast mun rýmri heimildir en í núgildandi lögum, sem og einföldun á regluverki sem lýtur að notkun þjóðfánans.
Heimilt yrði samkvæmt frumvarpinu að nota fánann í vörumerkjum og markaðssetningu, en ekki í firmamerki. Samkvæmt frumvarpinu yrði það leyft í tilfelli vara sem framleiddar væru hér á landi að uppistöðu úr innlendu hráefni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.