Umdeild tillaga hefur opnað umræðuna

Ísraelskir landamæraverðir. Á vef Alþjóðlegu BDS samtakanna segir að ákvörðun …
Ísraelskir landamæraverðir. Á vef Alþjóðlegu BDS samtakanna segir að ákvörðun Reykjavíkurborgar sé aðsópsmikil ákvörðun fyrir mannréttindi og palestínsku þjóðina og baráttu hennar fyrir réttlæti, jafnrétti og frelsi. Mynd/ AFP

Samþykkt til­lögu borg­ar­stjórn­ar um að sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur í síðustu viku hef­ur valdið miklu fjaðrafoki. Fjöl­marg­ir Ísra­el­ar hafa brugðist við með tölvu­póst­um þar sem þeir segj­ast vera hætt­ir við ferðalög til Íslands eða sniðgöngu á ís­lensk­um vör­um. Ut­an­rík­is­ráðherra sagði til­lög­una ekki í sam­ræmi við lög og alþjóðasamn­inga  og for­sæt­is­ráðherra seg­ir að málið hafi skaðað viðskipta­hags­muni. Á laug­ar­dag­inn til­kynnti svo Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri að til­lag­an yrði dreg­in til­baka. Samþykkt til­lög­unn­ar hef­ur þó ekki aðeins mætt mót­byr á er­lendri grund held­ur var til dæm­is alþjóðlega Face­book síðan I stand with Ice­land sett upp til að styðja við hana. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Samþykkt til­lög­unn­ar krafðist mik­ils hug­rekk­is

„Við erum þakk­lát borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur sem sýndi mikið hug­rekki við að samþykkja til­lög­una,“ seg­ir Yous­ef Tamimi hjá BDS (Boycott, Di­vest­ment and Sancti­ons Nati­onal Comm­ittee) á Íslandi. „Þetta er gott fólk og hug­ur þeirra er með Palestínu­mönn­um. Okk­ur þótti auðvitað sorg­legt að þau hafi ákveðið að draga þetta til­baka og þau hafa senni­lega ekki verið und­ir­bú­in við þess­um sterku og miklu viðbrögðum frá Ísra­el, sem þó komu alls ekki á óvart.  Und­an­far­in vika er þó mjög já­kvæð í heild­ina og við erum mjög stolt af því að borg­ar­stjórn hafi opnað fyr­ir umræðuna.“

Yous­ef seg­ir aðferðina við að sniðganga til­tölu­lega nýja fyr­ir ís­lend­ing­um og þyki kannski öfga­kennd. „En við höf­um reynt all­ar aðrar aðferðir og þær hafa ekki sýnt ár­ang­ur. Í þessi tíu ár frá því að sam­tök­in voru stofnuð höf­um við náð mikl­um ár­angri með friðsam­legri aðferð sem miðar bæði að því að tjá siðferðis­lega og póli­tíska vanþókn­un á viðvar­andi aðgerðum ein­stak­linga eða stofn­anna sem skaða aðra. Ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar vakti umræður út um all­an heim og at­hygli á málstaðnum." 

Riya Hass­an, full­trúi BDS í Evr­ópu­mál­um, fagnaði samþykkt til­lög­unn­ar í síðustu viku og á vef alþjóðlegu BDS sam­tak­anna  sagði hún að ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar væri „aðsóps­mik­il ákvörðun fyr­ir mann­rétt­indi og Palestínsku þjóðina og bar­áttu þeirra fyr­ir rétt­læti, jafn­rétti og frelsi.“ Hún bæt­ir við: „Hvað svo sem Ísra­el og þeir sem standa með ísra­elsku rík­is­stjórn­inni kasta í stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar er ekk­ert sem get­ur tekið í burtu þessa siðferðis­legu ákvörðun sem borg­in tók, lýðræðis­lega ákvörðun til að standa með mann­rétt­ind­um.“

Fjöl­marg­ar borg­ir og fyr­ir­tæki á alþjóðavísu hafa samþykkt til­lög­ur um að sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur frá her­numd­um svæðum, en þess ber að geta að í til­lögu borg­ar­stjórn­ar var ekki til­tekið að hún beind­ist aðeins gegn vor­um frá her­náms­svæðum. Til dæm­is má nefna að í júní samþykkti borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafn­ar að sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur frá her­numd­um svæðum og einnig hef­ur Evr­ópuþingið samþykkt að ísra­elsk­ar vör­ur frá her­numd­um svæðum verði merkt­ar. Fjöldi bæj­ar­stjórna í Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi, Frakklandi og Nor­egi hafa einnig samþykkt svipaðar til­lög­ur á und­an­förn­um árum.  

En hvað eru BDS sam­tök­in? 

Alþjóðahreyf­ing­in BDS sam­tök­in voru stofnuð árið 2005 og þau skora á þjóðir, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga um heim all­an að hefja víðtæka sniðgöngu á Ísra­el.  Fyr­ir­mynd ákalls­ins voru þær aðferðir sem beitt var gegn Suður-Afr­íku á tím­um aðskilnaðar­stefn­unn­ar og það fel­ur í sér að sniðganga ísra­elska fram­leiðslu, hvatn­ingu um að hætta fjár­fest­ing­um og kröfu um viðskiptaþving­an­ir gegn Ísra­el, þar til að rétt­indi Palestínu­manna verða virt að fullu í sam­ræmi við alþjóðalög. Þetta þýðir að stöðva her­nám og ný­lendu­stefnu á öll­um Vest­ur­bakk­an­um sem og að fjar­lægja aðskilnaðar­múr­inn sem var dæmd­ur ólög­leg­ur af Alþjóðlega glæpa­dóm­stóln­um og viður­kenna grund­vall­ar­rétt­indi þeirra borg­ara í Ísra­el sem telj­ast Palestínu­ara­bar og veita þeim sömu rétt­indi og aðrir borg­ar­ar njóta. Einnig legg­ur það áherslu á að virða, vernda og stuðla að rétt­ind­um palestínskra flótta­manna til að snúa aft­ur til sinna heim­kynna eins og samþykkt Sam­einuðu þjóðanna nr. 194 ger­ir ráð fyr­ir. 

Hvers vegna ætti að sniðganga Ísra­el? 

Meðal þeirra ástæðna sem ís­lensku BDS sam­tök­in telja upp eru þær að Ísra­el fái mestu pen­ingaaðstoð og vopn frá Banda­ríkj­un­um allra ríkja, vopn og pen­ingaaðstoð sem eru svo notuð til að fremja stríðglæpi gegn mann­kyn­inu en einnig sé þar not­ast við hóprefs­ing­ar og kerf­is­bundn­ar pynt­ing­ar. Ísra­el hafi brotið fleiri samþykkt­ir Sam­einuðu þjóðanna held­ur en nokkuð annað land í heim­in­um og að neit­un­ar­vald Banda­ríkj­anna í Örygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna hafi verndað Ísra­el ít­rekað gegn öll­um til­raun­um til að neyða þá til að fara eft­ir samþykkt­un­um.

Yousef Tamimi segir ákvörðun Reykjavíkurborgar hafa vakið athygli um allan …
Yous­ef Tamimi seg­ir ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar hafa vakið at­hygli um all­an heim á málstaðnum.

BDS sam­tök­in segja einnig að í Ísra­el fari fram kerf­is­bund­in og stofn­ana­vædd kynþáttam­is­mun­um. Ísra­el fram­kvæmi þjóðern­is­hreins­an­ir sem það kall­ar „íbúa­flutn­ing“ og fram­fylgi stefn­um sem falla und­ir alþjóðlega skil­grein­ingu á aðskiln­araðstefnu eða það sem kall­ast Apart­heid á ensku. „Sam­kvæmt grunn­lög­um í Ísra­el er hægt að skil­greina þegna þess á tvo vegu," seg­ir Yous­ef Tamimi. „Þá sem hafa rík­is­borg­ar­ara­rétt og þá sem eru af ísra­elsku þjóðerni.  Rík­is­borg­ara­rétt­inn geta gyðing­ar fengið en einnig fólk af öðrum kynþátt­um. Aðeins þeir sem eru af gyðinga­ætt­um geta tal­ist vera af ísra­elsku þjóðerni. Ísra­elska þjóðernið trygg­ir ein­stak­lingi rétt­indi um­fram þá sem hafa það ekki, líkt og ar­ab­ar, í gegn­um laga­samþykkt­ir og á fleiri vegu.“

Yous­ef seg­ir einnig að gagn­rýni á Ísra­el og opn­ar umræður um stefnu Ísra­els séu oft þaggaðar niður og þeir sem tjái sig op­in­ber­lega um Ísra­el séu út­hrópaðir gyðinga­hat­ar­ar eða and-semí­tísk­ir. „And-semí­tísk­ur hugs­un­ar­hátt­ur sem á ekk­ert skylt við þau rök sem notuð eru gegn stefnu Ísra­els. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við her­nám, þjóðern­is­hreins­un, bygg­ingu ólög­legra land­nem­a­byggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðing­dóm held­ur frek­ar póli­tískri hug­sjón síon­isma.  Þess­ar hug­mynd­ir hafa ekki rétt á sér sam­kvæmt alþjóðalög­um, stjórn­mála­sögu eða í flest­um af­brigðum gyðing­dóms eða menn­ingu gyðinga. Síon­ismi er póli­tísk hreyf­ing sem er alls ekki studd af öll­um gyðing­um í heim­in­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert