Vissu ekki um milljarðana

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tveim­ur árum eft­ir að einka­skipt­um var lokið á dán­ar­búi stór­eigna­manns í Reykja­vík kom í ljós að hann átti mikl­ar eign­ir í Kaupþingi í Lúx­em­borg og síðar Banque Havil­l­and sem erf­ingj­ar bús­ins vissu ekki af þegar skipt­in fóru fram. Um var að ræða rúm­lega fjóra millj­arða króna.

Málið fór fyr­ir dóm­stóla í kjöl­farið þar sem þrjú barna manns­ins voru sökuð um það af hálf­bróður sín­um að hafa leynt hann til­vist fjár­mun­anna. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði systkini hans hins veg­ar og Hæstirétt­ur staðfesti síðan þann dóm í síðustu viku. Dán­ar­búið var gert upp árið 2007 en í des­em­ber árið 2009 fengu systkin­in upp­lýs­ing­ar um millj­arðana í Lúx­em­borg. Erf­ingjarn­ir gerðu í kjöl­farið með sér sam­komu­lag í maí 2010 um skipt­ingu þeirra en eft­ir að greidd höfðu verið op­in­ber gjöld og kostnaður stóðu eft­ir rúm­ir 3,7 millj­arðar króna. Hlut­ur hálf­bróðurs­ins var 12,5% af þeirri fjár­hæð eða tæp­ar 466 millj­ón­ir króna fyr­ir erfðafjárskatt.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að við und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins hafi hálf­bróðir­inn haft full­nægj­andi aðgang að upp­lýs­ing­um um þær eign­ir dán­ar­bús­ins sem ekki komu til einka­skipta á ár­inu 2007, hvar eign­irn­ar hafi verið varðveitt­ar eft­ir lát föður hans og hvaða til­kall hann ætti til arfs af þeim. Héraðsdóm­ur gat þess engu að síður í sýknu­dómi sín­um að það hafi dreg­ist óhæfi­lega lengi að upp­lýsa hálf­bróður­inn um til­vist eign­anna í Lúx­em­borg. Eft­ir sem áður hafi hann haft aðgang að upp­lýs­ing­um um málið við und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins í maí 2010. Þá verði ekki séð að tjón hafi orðið af því að hann var ekki upp­lýst­ur fyr­ir þann tíma.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert