Bein útsending frá borgarstjórnarfundi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Auka­fund­ur í borg­ar­stjórn hefst klukk­an 17:00 þar sem tekn­ar verða fyr­ir til­lög­ur minni- og meiri­hluta um að draga til baka samþykkt borg­ar­stjórn­ar frá 15. sept­em­ber þar sem lagt var til að borg­in út­færði sniðgöngu á vör­um fram­leidd­um í Ísra­el.

Til­lag­an hef­ur vakið mik­il viðbrögð, bæði hér heima og er­lend­is. Blaðamaður mbl.is er í ráðhús­inu og fylg­ist með öllu sem þar fer fram og hægt er að fylgj­ast með lýs­ingu á því sem ger­ist á fund­in­um með því að smella hér.

Með því að smella hér er auk þess hægt að horfa á borg­ar­stjórn­ar­fund­inn í beinni. Dag­skrá fund­ar­ins er eft­ir­far­andi:

1. Til­laga borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina um að draga til baka samþykkt borg­ar­stjórn­ar frá 15. sept­em­ber 2015 um und­ir­bún­ing og út­færslu á sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um. 

2. Til­laga borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að draga til­baka samþykkt borg­ar­stjórn­ar frá 15. sept­em­ber 2015 um und­ir­bún­ing og út­færslu á sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert