Aukafundur í borgarstjórn hefst klukkan 17:00 þar sem teknar verða fyrir tillögur minni- og meirihluta um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september þar sem lagt var til að borgin útfærði sniðgöngu á vörum framleiddum í Ísrael.
Tillagan hefur vakið mikil viðbrögð, bæði hér heima og erlendis. Blaðamaður mbl.is er í ráðhúsinu og fylgist með öllu sem þar fer fram og hægt er að fylgjast með lýsingu á því sem gerist á fundinum með því að smella hér.
Með því að smella hér er auk þess hægt að horfa á borgarstjórnarfundinn í beinni. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september 2015 um undirbúning og útfærslu á sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum.
2. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að draga tilbaka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september 2015 um undirbúning og útfærslu á sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum.