Gjörbreyting á kjötsölu

Innflutningur á erlendu kjúklingakjöti gæti stóraukist á næstu árum.
Innflutningur á erlendu kjúklingakjöti gæti stóraukist á næstu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Verði fyrirhugaðar breytingar á tollum á landbúnaðarafurðir samþykktar gæti vægi innflutts kjöts af innanlandsneyslu að óbreyttu hlaupið á tugum prósenta innan fárra ára.

Þetta er mat Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings hjá Bændasamtökum Íslands, sem segir aðspurð að Íslendingar séu að „fara inn í nýjan veruleika“ hvað kjötneyslu varðar. „Stóraukinn innflutningur hlýtur t.d. að þrýsta niður verði á svínakjöti. Árið 2014 varð mikil breyting. Hlutur innflutts nautakjöts varð þá t.d. 30% af innanlandsneyslu. Fyrir 5 til 10 árum var innflutningur aðeins lítið brot af markaðnum.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Jón Magnús Jónsson, varaformaður Félags kjúklingabænda, áhrif breytinganna geta orðið það mikil að innlendir framleiðendur neyðist til að bregða búi. Svínabóndi sem óskaði nafnleyndar lýsti yfir sömu áhyggjum af sinni grein.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert