Gjörbreyting á kjötsölu

Innflutningur á erlendu kjúklingakjöti gæti stóraukist á næstu árum.
Innflutningur á erlendu kjúklingakjöti gæti stóraukist á næstu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Verði fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á toll­um á land­búnaðar­af­urðir samþykkt­ar gæti vægi inn­flutts kjöts af inn­an­landsneyslu að óbreyttu hlaupið á tug­um pró­senta inn­an fárra ára.

Þetta er mat Ernu Bjarna­dótt­ur, hag­fræðings hjá Bænda­sam­tök­um Íslands, sem seg­ir aðspurð að Íslend­ing­ar séu að „fara inn í nýj­an veru­leika“ hvað kjöt­neyslu varðar. „Stór­auk­inn inn­flutn­ing­ur hlýt­ur t.d. að þrýsta niður verði á svína­kjöti. Árið 2014 varð mik­il breyt­ing. Hlut­ur inn­flutts nauta­kjöts varð þá t.d. 30% af inn­an­landsneyslu. Fyr­ir 5 til 10 árum var inn­flutn­ing­ur aðeins lítið brot af markaðnum.“

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jón Magnús Jóns­son, vara­formaður Fé­lags kjúk­linga­bænda, áhrif breyt­ing­anna geta orðið það mik­il að inn­lend­ir fram­leiðend­ur neyðist til að bregða búi. Svína­bóndi sem óskaði nafn­leynd­ar lýsti yfir sömu áhyggj­um af sinni grein.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert