„Það var ekki gott hljóð í berjavinum fyrr í sumar því þá var svo kalt. Menn héldu að það yrði ekkert að finna, en það hefur ræst úr sprettunni,“ segir Þorvaldur Pálmason, berjavinur og einn af forsprökkum vefsíðunnar berjavinir.com.
Hann segir í Morgunblaðinu í dag, að eitthvað sé enn að finna af krækiberjum sunnan- og vestanlands og ef vel er gáð má jafnvel finna bláber.
„Það hefur verið tínt töluvert af aðalbláberjum vestur á Reykhólum og víðar. Bláberin hafa líka verið að finnast sunnanlands en þau eru ekki stór.“