Vilja að Ólöf gefi kost á sér

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Langholtshverfi hvetur Ólöfu Nordal innanríkisráðherra til að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.

„Ólöf hefur sýnt og sannað að hún býr yfir krafti og áræðni til forystustarfa, hvort sem er á vettvangi Sjálfstæðisflokksins eða landsmálanna,“ segir í tilkynningu frá félaginu. En þar segir ennfremur að tillagan hafi verið samþykkt samhljóða á fundi félagsins.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram dagana 23.-25. október nk.

Fram hefur komið að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu í stóli varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert