Vilja að tillaga borgarstjórnar standi

Borgarstjórn kemur saman á fundi í dag.
Borgarstjórn kemur saman á fundi í dag. Árni Sæberg

Borgarstjórn er hvött til þess að draga ekki til baka tillögu sína um að sniðganga ísraelskar vörur. Einhverjir gætu metið þá ákvörðun sem stuðning við „brot Ísraelsríkis.“

Þetta segir í bréfi Ísraelsbúa sem styðja ákvörðun borgarstjórnar og birt er á vefsíðunni Boycott Israel.

Um er að ræða íraelska ríkisborgara sem segjast taka skýra afstöðu gegn stefnu ríkisstjórnar landsins „þegar kemur að hertöku, nýlendustefnu, þjóðernishreinsun og aðskilnaðarstefnu gegn frumbyggjum þessa lands, Palenstínumanna.“

Í bréfinu segir einnig að hópurinn skilji að borgarstjórn sé undir miklum þrýstingi að draga ákvörðunina til baka. „Við hvetjum ykkur hins vegar til þess að gera það ekki þar sem að það gæti skilist sem stuðningur við brot Ísraelsríkis,“ segir í bréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert