Össur Skarphéðinsson veltir upp þeirri hugleiðingu sinni hvaða afleiðingar það kunni að hafa að Rósa Björk Brynjólfsdóttir er tekin við starfi framkvæmdastjóra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Tilefni þess er að sambýlismaður hennar, Kristján Guy Burgess, var áður ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Össur endar færslu sína á orðunum: „getur þetta endað nema á einn veg…?“
Vangaveltur Össurar eru kannski ekki úr lausu lofti gripnar, því á flokksstjórnarfundi viðraði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hugmyndir um kosningabandalag fyrir næstu þingkosningar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagst vera áhugasöm um að kjósendur hafi skýra valkosti að skandinavískri fyrirmynd eins og hún orðar það.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók við í dag sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri-Grænna. Áður var búið að tikynna að...
Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, September 23, 2015