Stjórnmál ekki grínþáttur eða uppistand

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður.
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. mbl.is/RAX

„Reykja­vík­ur­borg fór fram með samþykkt þessa og fór þar af leiðandi al­ger­lega yfir vald­mörk síns sveit­ar­fé­lags þegar meiri hlut­inn í borg­inni fór ein­hliða að skipta sér af ut­an­rík­is­mál­um Íslend­inga með skelfi­leg­um af­leiðing­um,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag. Vísaði hún þar til ákvörðunar meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur að sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur, en ákvörðunin var dreg­in til baka í gær­kvöldi.

Vig­dís sagði ákvörðun borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans hafa haft þær af­leiðing­ar „að ís­lensk­um vör­um var hent úr hill­um versl­ana eins og t.d. í Banda­ríkj­un­um. Íslenska vatnið varð fyr­ir barðinu á því, ís­lensk­ur bjór varð fyr­ir barðinu á því, en það var ekki fyrr en viðskipta­bannið fór að bíta á Reykja­vík­ur­borg sjálfa að skipt var um stefnu í mál­inu og þeim bolta var kastað upp að hugs­an­legt væri að meiri hluti Reykja­vík­ur­borg­ar mundi draga til­lög­una til baka.“

Sagði Vig­dís að stjórn­mál væru ekki grínþátt­ur eða uppistand. Stjórn­mál væru dauðans al­vara og stjórn­mál og orð stjórn­mála­manna gætu verið dýr og væru dýr í þessu til­felli. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði rétt að stjórn­mál væru stund­um dauðans al­vara eins og og á Vest­ur­bakk­an­um og Gaza-strönd­inni. Það væri enn­frem­ur fróðleg kenn­ing að inn­kaup Reykja­vík­ur­borg­ar væru ekki á valdsviði henn­ar.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert