Flóttafólk í autt húsnæði ÍLS?

Eygló bendir á að það sé sjóðsins að ákveða hvernig …
Eygló bendir á að það sé sjóðsins að ákveða hvernig hann ráðstafar húsnæði í sinni eigu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég legg bara áherslu á að þetta er eitt af því sem við för­um yfir, en það er nátt­úru­lega Íbúðalána­sjóður sem ráðstaf­ar sín­um eign­um, ekki við í vel­ferðarráðuneyt­inu,“ seg­ir Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, um þá hug­mynd að nýta tómt hús­næði sjóðsins fyr­ir flótta­fólk.

Það var Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sem varpaði hug­mynd­inni fram á Fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­laga í dag, en hann benti á að sum þeirra sveit­ar­fé­laga sem hefðu boðið fram aðstoð sína væru í þeirri stöðu að eiga ekki autt hús­næði fyr­ir flótta­fólkið. Í sam­tali við mbl.is sagði Hall­dór að í mörg­um þeirra stæði hins veg­ar autt hús­næði í eigu Íbúðalána­sjóðs. Nefndi hann Ölfus og Árborg í þessu sam­hengi, og sagði þetta einnig eiga við um sveit­ar­fé­lög á Vest­fjörðum og víðar.

„Það hafa verið rædd­ir ýms­ir val­kost­ir sem snúa að hús­næðismál­um,“ seg­ir Eygló, en bend­ir á að eign­ir sjóðsins séu mis­marg­ar eft­ir svæðum. „Sjóður­inn vill nátt­úru­lega hafa sitt hús­næði í notk­un en þeir hafa bent á að sumt af því hús­næði sem er tómt er það ein­fald­lega vegna þess að það er ekki í lagi; ástandið á því er það slæmt að þeir hafa ekki viljað leigja það út eða það hef­ur ekki gengið að selja það.“

Hún seg­ir að all­ir mögu­leik­ar verði skoðaðir í stöðunni.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert