Í svörtum kufli með ljá í hendi

Hrekkjavökubúningur
Hrekkjavökubúningur

Lögreglunni barst á níunda tímanum í gærkvöldi ábending um mann sem væri berfættur í svörtum kufli og með ljá í hendi við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Þegar lögregla kannaði málið kom í ljós að um myndbandsupptöku væri að ræða.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Sæbraut við Katrínartún. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda en hann hafði ekki endurnýjað ökuréttindi sín.

Í gærkvöldi var tilkynnt um mann við veggjakrot í Hafnarfirði. Maðurinn stöðvaður við akstur bifreiðar skömmu síðar og er hann einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Á áttunda tímanum  féll maður  af reiðhjóli við Geirsgötu og bar hendurnar fyrir sig er hann lendir á götunni.  Maðurinn er talinn brotinn á vinstri úlnlið og fann einnig til eymsla í hægri hendi.  Maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert