Vilja ekki sjá sveitina kafna í hótelum

Stóraukin aðsókn að Jarðböðunum við Mývatn er til marks um …
Stóraukin aðsókn að Jarðböðunum við Mývatn er til marks um þróunina. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Mikil uppbygging er í gistingu í Mývatnssveit. Reynt er að þjóna þeim mikla og stórvaxandi fjölda ferðafólks sem þangað leggur leið sína.

Stærsta verkefnið framundan er bygging Íslandshótela á 100 herbergja hóteli á Grímsstöðum, við Kísilveginn. Icelandair Hotels hafa eignast Hótel Reykjahlíð, gamalt hótel sem stendur við vatnið og gengur í endurnýjun lífdaganna. Hótel Gígur á Skútustöðum hefur sýnt áhuga á að stækka. Á síðasta ári var tekið í notkun nýtt 80 herbergja hótel í Mývatnssveit, Hótel Laxá og Sel-Hótel Mývatn á Skútustöðum var stækkað.

Umræður eru meðal íbúa um áhrif hins mikla fjölda ferðamanna á daglegt líf þeirra. Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti segir umræðuna snúast um hvað rétt sé að leyfa mikla uppbyggingu hótela og hvar. Telur hann að fólk vilji ekki sjá sveitina kafna í hótelum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um ferðaþjónustu á Mývatnssvæðinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert