Húsbíll „splundraðist“ fyrir vestan

Þyrla Landhelgisgæslunar.
Þyrla Landhelgisgæslunar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða ferðamenn eftir að húsbíll fauk útaf vegi um 2 km vestan við Króksfjarðarnes í dag. Sex bandarískir ferðamenn voru um borð í bílnum, sem er sagður hafa „splundrast“, en björgunarsveitin á Reykhólum vinnur að því að hreinsa upp á staðnum.

Lögreglan fór á vettvang þegar tilkynning barst um slysið og sjúkrabíll frá Búðardal. Læknir ákvað að kalla í þyrlu Gæslunnar, en það útkall barst rétt fyrir klukkan 15. Upplýsingar um meiðsl þeirra sem fluttir voru til Reykjavíkur liggja ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert