Óverðtryggðu lánin í sókn

Húsagrunnur á Seltjarnarnesi.
Húsagrunnur á Seltjarnarnesi. mbl.is/RAX

Vægi óverðtryggðra lána af íbúðalánum til heimila er að aukast og eiga miklar uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði þátt í þeirri þróun. Hjá Arion banka eru óverðtryggðu lánin eilítið vinsælli í ár en verðtryggð lán.

Vegna mikilla uppgreiðslna gengur hratt á lán Íbúðalánasjóðs til heimila. Má lauslega áætla að þau lán hafi minnkað um tæpa 40 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins. Leiðréttingin skýrir það að hluta.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hyggst kanna hvort bæjarfélagið eigi að fara að lána ungu fólki fyrir innborgun í íbúð. Greiðslumatið sé of strangt, að því er fram kemur í umfjöllun um stöðuna á íbúðalánamarkaði í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert