Á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland skrifar Tor Bilski, bandarísk kona sem heimsækir Ísland hvert ár um Flatey á Breiðafirði. Hún segist fyrst hafa frétt af eynni í kvikmyndinni Brúðguminn sem hún hafi séð í flugi.
Hún segir eyna vera setta fram eins sem svæði þar sem tíminn hafi staðið í stað, eitthvað sem heilli hana ólýsanlega. Hún lýsir bátsferðinni sem frekar órólegri, en hún og samferðafólk hennar var á þilfarinu allan tímann til öryggis ef ein þeirra yrði sjóveik.
Þegar hún sá eyjuna frá ferjunni varð hún ekki fyrir vonbrigðum, en dálítið undrandi. Eyjan er mun minni en hún leit út fyrir að vera í myndinni.
„Hvað gerið þið eiginlega hérna í Flatey?“ spyr hún á veitingastaðnum Samkomuhúsinu. „Hér eru fuglar. Þú getur horft á fuglana. Þú getur gengið eftir göngustígnum meðfram klettunum þangað til þú kemur að stoppskilti. Þá stopparðu,“ er svarið.
Lýsingu Bilski má lesa í heild á Stuck in Iceland