Yfir 100 börn fengu þunglyndislyf sem sagt er geta aukið líkurnar á sjálfsvígi

Talið er að notkun Seroxats geti aukið líkur á sjálfsvígum.
Talið er að notkun Seroxats geti aukið líkur á sjálfsvígum. Ljósmynd/lyfja.is

Um 2.600 Íslendingar, þar af rúmlega 100 börn og ungmenni, fengu ávísað þunglyndislyfið Seroxat í fyrra, en rannsóknir sýna að notkun lyfsins getur aukið líkurnar á sjálfsvígi hjá ungu fólki.

Varað hefur verið við notkun ungmenna á lyfinu í mörg ár, eða frá því að rannsókn sem gerð var árið 2001 leiddi þessar aukaverkanir í ljós. Ný rannsókn, sem greint er frá í nýjasta tölublaði breska læknatímaritsins British Medical Journal, staðfestir niðurstöður þessarar fyrri rannsóknar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Jóhannsson læknir, sem hefur eftirlit með lyfjaávísunum hjá Embætti landlæknis, að öll lyfjameðferð við þunglyndi geti falið í sér aukna áhættu á sjálfsvígi. Sterkar vísbendingar séu um að Seroxat gagnist þunglyndum börnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert