Hreint loft ekki næg ástæða

Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að fólk þyrfti að …
Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að fólk þyrfti að sannfærist um nauðsyn aðgerða í loftlagsmálum til að almenningur fylkist um þær. AFP

Skyn­sam­legt er að sýna al­menn­ingi fram á að hann hafi hag af aðgerðum til að milda áhrif lofts­lags­breyt­inga ef tak­ast á að fylkja liði um slík­ar aðgerðir. Ekki næg­ir að benda á um­fang vand­ans til að fólk sann­fær­ist um nauðsyn aðgerða. Þetta er mat fjölþjóðlegs teym­is um­hverf­is- og fé­lags­sál­fræðinga sem birt­ir niður­stöður sín­ar í fræðitíma­rit­inu Nature: Clima­te Change í dag.

Þrjár ís­lensk­ar fræðikon­ur meðal höf­unda

Á meðal höf­unda eru þrjár ís­lensk­ar fræðikon­ur, þær Ragna Bene­dikta Garðars­dótt­ir, dós­ent í fé­lags­sál­fræði við Há­skóla Íslands, Nína María Sa­vi­olidis, sem lauk ný­verið MS-gráðu í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum frá Há­skóla Íslands, og Gró Ein­ars­dótt­ir, doktorsnemi í sam­fé­lags­sál­fræði við Gauta­borg­ar­há­skóla í Svíþjóð. All­ar hafa þær rann­sakað aðgerðir fólks til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Ragna var ábyrgðarmaður rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og fékk Nínu Maríu til liðs við sig sem vann meist­ara­verk­efni tengt þess­ari rann­sókn. Gró til­heyr­ir teymi rann­sak­enda við Gauta­borg­ar­há­skóla sem sá um sænsk­an hluta rann­sókn­ar­inn­ar. Gró hef­ur einnig kynnt niður­stöður þeirra á alþjóðlegri ráðstefnu.

Í til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands kem­ur fram að rann­sókn­in bygg­ist á svör­um sex þúsund manns í 24 ríkj­um og hef­ur tekið þrjú ár í fram­kvæmd. Stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar er Dr. Paul Bain við Sál­fræðideild Tækni­há­skól­ans í Qu­eens­land í Ástr­al­íu. Sam­kvæmt rann­sak­end­um hafa áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um vikið að und­an­förnu fyr­ir öðrum brýn­um alþjóðamál­um í vit­und al­menn­ings. „Sum­ir trúa því ekki enn að lofts­lags­breyt­ing­ar séu af manna völd­um og enn aðrir hafa eng­ar áhyggj­ur af mál­inu því þeir átta sig ekki á um­fangi vand­ans,“ seg­ir Ragna Bene­dikta Garðars­dótt­ir og vís­ar til þess að illa geng­ur að fá fólk til að breyta hegðun sinni til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Hreinna loft og bætt heilsa ekki næg­ar ástæður

Af þess­um sök­um stefndu höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar að því að at­huga hvort fólk væri frek­ar til­búið til þess að breyta hegðun sinni í vist­væna átt ef það tryði því að slíkt átak hefði einnig í för með sér ann­ars kon­ar ávinn­ing.

„Það er í raun verið að at­huga hvort auk­inn hvati sé til þess að breyta hegðun­inni ef fólk trú­ir því að það skili ein­hverju öðru líka, einskon­ar tveir fyr­ir einn,“ seg­ir Ragna. Það kom í ljós að fólki finnst hreinna loft og bætt heilsa ekki næg­ar ástæður til þess að breyta hegðun sinni í vist­væna átt. Aft­ur á móti er fólk lík­legra til að vilja breyta hegðun sinni ef ávinn­ing­ur­inn verður mann­vænna og vina­legra sam­fé­lag og auk­in tækni- og efna­hagsþróun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert