„Myndi slökkva á ÍNN“

Ingvi Hrafn Jónsson.
Ingvi Hrafn Jónsson.

Þing­manna­frum­varp sem ligg­ur fyr­ir Alþingi, sem skyld­ar fjöl­miðlaveit­ur til að texta ís­lenskt mynd­efni, gæti kippt grund­vell­in­um und­an rekstri lít­illa sjón­varps­stöðva.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, en meðflutn­ings­menn eru úr Sjálf­stæðis­flokki, Fram­sókn, Sam­fylk­ingu og VG.

„Ég myndi gjarn­an vilja gera þetta en þetta myndi bara slökkva á ÍNN. Og ég full­yrði á öll­um litlu stöðvun­um. Ekki nema þá að það myndi fylgja frum­varp­inu að stofnaður yrði sér­stak­ur sjóður sem kostaði þetta. Kostnaður­inn við textun­ina er nefni­lega al­veg gríðarleg­ur,“ seg­ir Ingvi Hrafn Jóns­son, eig­andi sjón­varps­stöðvar­inn­ar ÍNN, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka