Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum.
Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Sjö kín­versk­ir ferðamenn brunuðu um mela skammt frá Hnausa­polli í Land­manna­laug­um í gær. Voru þeir á tveim­ur jepp­um frá bíla­leigu og hlutu öku­menn­irn­ir hvor um sig hundrað þúsund krón­ur í sekt fyr­ir ut­an­vega­akst­ur­inn. Skála­vörður fékk fólk­inu hríf­ur og hvatti það til að jafna jarðveg­inn, sæju þau eft­ir at­hæf­inu.

Nátt­úru­spjöll­in sem öku­menn­irn­ir skildu eft­ir sig ná yfir níu hekt­ara svæði, eða 90 þúsund fer­metra og höfðu þeir meðal ann­ars spólað í hringi og ekið upp brekk­ur.  

Frétt mbl.is: 1 km för eft­ir ut­an­vega­akst­ur

Skála­vörður Ferðafé­lags Íslands (FÍ) seg­ir að tölu­vert hafi verið um ut­an­vega­akst­ur á svæðinu í sum­ar. Verktaki fé­lags­ins sem kom að fólk­inu tel­ur ólík­legt að fólkið hafi ekki vitað að það væri að brjóta lög.

Skammaði fólkið og til­kynnti til land­varðar

„Þegar ég var bú­inn að taka mynd­ir af för­un­um elti ég þau uppi og tók mynd­ir af bíl­núm­er­un­um. Síðan stöðvaði ég þau og til­kynnti þeim að þetta væri eins ólög­legt og þau gætu hagað sér á Íslandi og skammaði þau aðeins,“ seg­ir Ei­rík­ur Finn­ur Sig­ur­steins­son, verktaki hjá FÍ.

Hann varð vitni að ut­an­vega­akstr­in­um og til­kynnti hann til land­varðar í Lands­manna­laug­um. Skömmu síðar kom lög­regla á Hvols­velli á staðinn og stóð fólkið að verki.

Hvernig brugðust ferðamenn­irn­ir við þegar þú gerðir at­huga­semd við ut­an­vega­akst­ur­inn?

„Þau voru miður sín. Ég var í svo vondu skapi að ég gaf þeim ekki færi á að út­skýra mál sitt. Ég veit ekki hvort þau þótt­ust ekki vita að þau mættu þetta ekki,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Hann bend­ir á að hann hafi sjálf­ur leigt bíla­leigu­bíl um morg­un­inn og á bíla­leig­unni hafi öll­um átt að vera ljóst að óheim­ilt er að aka utan vega, svo skýr­ar hafi leiðbein­ing­arn­ar verið. Þá er einnig að finna leiðbein­ing­ar í bíl­un­um sjálf­um.

Sjö kín­verj­ar með hríf­ur á mel­un­um

Krist­inn Jón Arn­ar­son, skála­vörður FÍ í Land­manna­laug­um, seg­ir að um sjö kín­verska ferðamenn hafi verið að ræða sem hafi spólað í hringi og keyrt upp brekk­ur á stóru svæði.

Brá hann á það ráð að senda þau af stað með hríf­ur og gef þeim kost á að raka yfir skemmd­irn­ar.  „Ég lét þau vita að ef þau sæju eft­ir þessu ættu þau að reyna að gera eitt­hvað í því og lét þau fá hríf­ur,“ seg­ir Krist­inn Jón í sam­tali við mbl.is.

Fólkið varði nokkr­um tíma á mel­un­um með hríf­urn­ar og náðu að lag­færa skemmd­irn­ar að ein­hverju leyti. Krist­inn Jón bend­ir þó á að skemmd­irn­ar séu á stóru svæði og því þurfi meira til en nokkra ein­stak­linga með hríf­ur til að laga þær. Öku­menn­irn­ir voru sektaðir á staðnum og greiddi hvort um sig hundrað þúsund krón­ur.

Aðspurður seg­ir Krist­inn Jón að tölu­vert hafi verið um ut­an­vega­akst­ur á svæðinu í sum­ar. „Því miður er þetta alltaf stórt vanda­mál hér,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert