Búið er að opna fyrir umferð á Öxnadalsheiði en lokað var á tímabili fyrr í kvöld vegna umferðarslyss og hálku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Varað er þó við því að þar er flughált eins og er.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lögreglu er ekki talið að slysið hafi verið alvarlegt.
Uppfært klukkan 20:54:
Eftirfarandi segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðausturlandi.
Mikil hálka er búin að vera á Öxnadalsheiði í kvöld og í kjölfar tveggja umferðaróhappa var heiðinni lokað í tæpan klukkutíma. Búið er að opna heiðina aftur en rétt er að vara við áframhaldandi hálku og mun vegagerðin senda bifreiðar til að salta.