Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, útnefndi umboðsmenn skyrsins í Finnlandi heimsmeistara í skyrsölu á skyrhátíð sem efnt var til í Helsinki um helgina.
Sala á skyri hefur stóraukist þar í landi og á síðasta ári seldust um 3.000 tonn. Búast má við því að salan verði hátt í 5.500 tonn á þessu ári en hún var 150 tonn fyrsta árið.
Í umfjöllun um skyrhátíðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nú eru liðin fimm ár frá því sala á skyri hófst í Finnlandi.