Verðhækkanir í öllum vöruflokkum

Grænmeti og ávextir hækka í verði hjá 9 verslunum af …
Grænmeti og ávextir hækka í verði hjá 9 verslunum af 12. mbl.is/Kristinn

Vörukarfa ASÍ hef­ur hækkað í verði hjá 11 versl­un­ar­keðjum af 12 frá því í byrj­un júní (vika 24) fram í sept­em­ber (vika 38). Mesta hækk­un­in á þessu tíma­bili er hjá Krón­unni, Bón­us og Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga,  en karf­an lækkaði aðeins í verði hjá Víði.  Á tíma­bil­inu má sjá hækk­an­ir í öll­um vöru­flokk­um en áber­andi eru hækk­an­ir á mjólk­ur­vör­um sem hækka um 3-5% í flest­um versl­un­um.

Krón­an hækk­ar mest

Í til­kynn­ingu frá verðlags­eft­ir­liti ASÍ seg­ir að mesta verðhækk­un­in á körf­unni var 3,2% hjá Krón­unni, um 2,4% hjá Bón­us og Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga, 1,9% hjá Kaup­fé­lagi Vest­ur Hún­vetn­inga, 1,3-1,7% hjá Nettó, Ice­land, Hag­kaup­um, Sam­kaup­um-Úrvali, Sam­kaup­um-Strax og Kjar­val og um 0,9% hjá 10/​11. Verð körf­unn­ar hef­ur á sama tíma­bili lækkað um 2,4% hjá Víði og er mesta lækk­un­in hjá þeirri versl­un í vöru­flokkn­um græn­meti og ávext­ir sem hef­ur lækkað í verði um 11,3%.

Mikl­ar hækk­an­ir eru ann­ars í öll­um vöru­flokk­um. Mest hækka mjólk­ur­vör­ur, ost­ar og egg í öll­um versl­un­un­um. Mesta hækk­un­in er um 6,6% hjá Ice­land, um 4,6-5,4% hjá Bón­us, Krón­unni, Sam­kaup­um-Úrval og Kaup­fé­lagi Vest­ur Hún­vetn­inga, um 2,7-

4,1% hjá Nettó, Hag­kaup­um, Sam­kaup­um-Strax og Víði. Hjá Kjar­val og Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga var hækk­un­in 1,4% og 0,4% hjá 10/​11.

Kjötvör­ur hækka í flest­um versl­un­um, mesta hækk­un­in er um 8,3% hjá Krón­unni og um 4,4% hjá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga, aðrar versl­an­ir hækka minna eða á bil­inu 0,2-2,9%. En hjá Hag­kaup­um stend­ur verðið í stað og hjá Sam­kaup­um-Úrvali lækkaði verðið.

Sæl­gæti hækk­ar í verði

Sæt­indi eru að hækka í verði eft­ir að hafa lækkað í kring­um ára­mót­in vegna af­náms syk­ur­skatts­ins.  Er hækk­un­in á bil­inu 1,1-2,8% hjá Bón­us, Krón­unni, Ice­land, Hag­kaup­um, Sam­kaup­um-Úrvali, 10/​11 og Kjar­val. Hækk­un­in er minni hjá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga, Sam­kaup­um-Strax og Kaup­fé­lagi Vest­ur-Hún­vetn­inga eða um 0,2-0,6%. Í Nettó er lækk­un um 0,9% og hjá Víði um 1,8%.

Brauð og korn­vör­ur hækka um 4,7% hjá Ice­land og um 2,8% hjá Sam­kaup­um-Strax en minna hjá Krón­unni, Nettó, Hag­kaup­um, Sam­kaup­um-Úrval, 10/​11, Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga og Kjar­val. Á sama tíma er lækk­un um 1,4% hjá Bón­us og um 0,4-0,5% hjá Víði og Kaup­fé­lagi Vest­ur-Hún­vetn­inga.

Græn­meti og ávext­ir hækka í verði hjá 9 versl­un­um af 12. Mesta hækk­un­in er um 6,2% hjá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga og um 5% hjá Sam­kaup­um-Úrvali, aðrar versl­an­ir hækka minna eða um 0,1-3,9%. Græn­meti og ávext­ir lækka um 11,3% hjá Víði, um 7% hjá Ice­land og um 0,5% hjá Sam­kaup­um-Strax. 

Verðlags­eft­ir­litið mæl­ir breyt­ing­ar á verði vörukörfu sem get­ur end­ur­speglað al­menn inn­kaup meðal­heim­il­is. Vörukarfa ASÍ inni­held­ur all­ar al­menn­ar mat­ar- og drykkjar­vör­ur, t.d. brauðmeti, morgun­korn, pasta, kjöt, fisk, græn­meti, ávexti, pakka­vör­ur, kaffi, gos, safa, auk hrein­læt­is- og snyrti­vara. Við sam­setn­ingu vörukörf­unn­ar voru hafðar til hliðsjón­ar vog­ir Hag­stof­unn­ar sem notaðar eru til út­reikn­ings á vísi­tölu neyslu­verðs. Vog­irn­ar segja til um hversu stór hluti til­tekn­ir vöru­flokk­ar eru af neyslukörfu meðal­heim­il­is.

 Verðbreyt­ing­ar voru skoðaðar í eft­ir­far­andi versl­un­um: Í lág­vöru­verðsversl­un­un­um Bón­us, Krón­unni, Nettó og Ice­land; í al­mennu mat­vöru­versl­un­un­um Hag­kaup­um, Nóa­túni og Sam­kaup­um-Úrvali, Tíu-ell­efu, Sam­kaup­um-Strax og Víði; í versl­un­um á lands­byggðinni, Kjar­val, Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga og Kaup­fé­lagi Vest­ur-Hún­vetn­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert