Átak til að stöðva undirboð á vinnumarkaði

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.

Í dag var opnað sérstakt svæði á heimasíðu VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna - þar sem fólk er meðal annars hvatt til að tryggja að starfsmenn starfsmannaleiga njóti sömu kjara og ef þeir væru í beinu ráðningarsambandi við notendafyrirtækin.

VM hefur undanfarna mánuði unnið að málum er tengjast starfsmannaleigum og óskráðum erlendum starfsmönnum sem starfa hér á landi.

Vinnumálastofnun sendi félaginu sýnishorn af ráðningarsamningi og óskaði jafnframt eftir umsögn félagsins. Með samningnum er í raun verið að flytja inn réttlausa einstaklinga til að sinna störfum hér á landi, undir lágmarkskjörum íslenskra kjarasamninga.

Frétt mbl.is: Mannréttindabrot í garðinum heima

„VM mun birta auglýsingar í fjölmiðlum þar sem vakin er athygli á þessu alvarlega máli og hvað slík starfsemi getur þýtt fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt,“ segir í fréttatilkynningu.

Í pistli formanns VM, Guðmundar Ragnarssonar, sem birtur er á heimasíðu félagsins, segir m.a.: 

„Við Íslendingar erum mikið fyrir að beita okkur fyrir mannréttindum um allan heim, sem er gott mál. Við virðumst hins vegar vera til í að fá ódýrt og réttlaust vinnuafl hingað til lands, án þess að vilja nokkuð með það hafa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert