Ríkið kemur bönkum til bjargar

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Gjaldþrot einkavæddu bankana bendir ekki til þess að einkaaðilum sé betur treystandi til að reka banka en ríkinu. Hvort sem banki er einkavæddur eða ekki mun ríkið koma bankanum til bjargar þegar eigendurnir keyra hann út af sporinu. Arðurinn mun flytjast að fullu til kaupandans en stór hluti áhættunar situr eftir hjá ríkinu.“

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, á vefsíðu sinni þar sem hann leggur áherslu á að ekki sé tímabært að ríkið selji 30% hluti í Landsbankanum eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur kallað eftir. Frosti bendir á að hlutur ríkisins í bankanum hafi skilað ríkissjóði miklum arði á undanförnum árum og muni gera það áfram verði bankinn í ríkiseigu.

„Þegar venjuleg fyrirtæki fara í þrot bera hluthafar og kröfuhafar tapið en þegar banki fer í þrot kemur ríkissjóður ávallt til bjargar á kostnað skattgreiðenda eins og ótal dæmi sanna bæði hér og erlendis. Enda eru innstæður í bönkum sá gjaldmiðill sem hagkerfið byggir á í öllum viðskiptum. Hvort sem ríkið á bankana eða ekki er það því óhjákvæmilega í bakábyrgð fyrir rekstrinum. Þegar ríkisbanki er einkavæddur flyst arðurinn til nýja eigandans en eftir sem áður situr stór hluti áhættunar hjá ríkinu.“

Grein Frosta Sigurjónssonar í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert