Ríkið kemur bönkum til bjargar

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Gjaldþrot einka­væddu bank­ana bend­ir ekki til þess að einkaaðilum sé bet­ur treyst­andi til að reka banka en rík­inu. Hvort sem banki er einka­vædd­ur eða ekki mun ríkið koma bank­an­um til bjarg­ar þegar eig­end­urn­ir keyra hann út af spor­inu. Arður­inn mun flytj­ast að fullu til kaup­and­ans en stór hluti áhætt­un­ar sit­ur eft­ir hjá rík­inu.“

Þetta seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, á vefsíðu sinni þar sem hann legg­ur áherslu á að ekki sé tíma­bært að ríkið selji 30% hluti í Lands­bank­an­um eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur kallað eft­ir. Frosti bend­ir á að hlut­ur rík­is­ins í bank­an­um hafi skilað rík­is­sjóði mikl­um arði á und­an­förn­um árum og muni gera það áfram verði bank­inn í rík­is­eigu.

„Þegar venju­leg fyr­ir­tæki fara í þrot bera hlut­haf­ar og kröfu­haf­ar tapið en þegar banki fer í þrot kem­ur rík­is­sjóður ávallt til bjarg­ar á kostnað skatt­greiðenda eins og ótal dæmi sanna bæði hér og er­lend­is. Enda eru inn­stæður í bönk­um sá gjald­miðill sem hag­kerfið bygg­ir á í öll­um viðskipt­um. Hvort sem ríkið á bank­ana eða ekki er það því óhjá­kvæmi­lega í ba­ká­byrgð fyr­ir rekstr­in­um. Þegar rík­is­banki er einka­vædd­ur flyst arður­inn til nýja eig­and­ans en eft­ir sem áður sit­ur stór hluti áhætt­un­ar hjá rík­inu.“

Grein Frosta Sig­ur­jóns­son­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert