Sjö matvöruverslanir sektaðar

Í flestum verslunum voru gerðar athugasemdir við fjölda ómerktra eða …
Í flestum verslunum voru gerðar athugasemdir við fjölda ómerktra eða vitlaust verðmerktra vara en einnig höfðu athugasemdir verið gerðar við að einingaverð vantaði í nokkrum verslunum. mbl.is/Árni Sæberg

Neyt­enda­stofa hef­ur sektað sjö rekstr­araðila mat­vöru­versl­ana fyr­ir að fara ekki að fyr­ir­mæl­um stofn­un­ar­inn­ar um að bæta verðmerk­ing­ar. Voru versl­an­irn­ar sektaðar um sam­tals 6.050.000 kr.

Þetta kem­ur fram á vef Neyt­enda­stofu

Þar seg­ir enn­frem­ur, að í verðmerk­ing­ar­eft­ir­liti Neyt­enda­stofu í mat­vöru­versl­un­um sé kannað hvort vör­ur séu verðmerkt­ar bæði með sölu­verði og með ein­ing­ar­verði auk þess sem farið sé yfir hvort verð á hillu sé rétt. Þá sé skoðað sér­stak­lega hvernig verðmerk­ing­um með notk­un verðskanna er háttað.

„Neyt­enda­stofa gerði at­huga­semd­ir við verðmerk­ing­ar í flest­um þeirra mat­vöru­versl­ana sem skoðaðar voru og þegar skoðun­inni var fylgt eft­ir höfðu 19 versl­an­ir, í eigu sjö fyr­ir­tækja, ekki enn gert full­nægj­andi um­bæt­ur á verðmerk­ing­um. Í flest­um versl­un­um voru gerðar at­huga­semd­ir við fjölda ómerktra eða vit­laust verðmerktra vara en einnig höfðu at­huga­semd­ir verið gerðar við að ein­inga­verð vantaði í nokkr­um versl­un­um.

Skylda til að verðmerkja sölu­vör­ur með sölu­verði og ein­ing­ar­verði er mjög skýr og því hef­ur Neyt­enda­stofa nú gripið til þess að leggja stjórn­valds­sekt á þau sex fyr­ir­tæki sem ekki höfðu lagað verðmerk­ing­ar sín­ar. Það eru fyr­ir­tæk­in 10-11, Bón­us, Ice­land, Krón­an, Nettó, Plús­markaður­inn, Sam­kaup og Vietnam Mar­ket,“ seg­ir Neyt­enda­stofa í til­kynn­ingu.

Ákvarðan­irn­ar má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert