„Þurfum að hagræða í borginni“

Ilmur segir eldri borgara vera fjölbreyttan hóp.
Ilmur segir eldri borgara vera fjölbreyttan hóp. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Það er ljóst að við þurf­um að hagræða í borg­inni og það hef­ur áhrif á öll starfs­svið sveit­ar­fé­lags­ins. Við reyn­um eft­ir ýtr­asta megni að láta það ekki bitna á þeim sem mest þurfa á þjón­ustu að halda,“ seg­ir Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir formaður vel­ferðarráðs Reykja­vík­ur­borg­ar um skerðingu heimaþjón­ustu í hverf­um borg­ar­inn­ar.

„Það var því al­veg við þessu að bú­ast. Þau eru auðvitað að bregðast við halla á sín­um rekstri því það er ljóst að ekki verður lögð auka­fjár­veit­ing í þetta,“ seg­ir Ilm­ur, en Sigrún Ingvars­dótt­ir, deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að þjón­ust­an væri síður skert hjá þeim sem eigi litl­ar aðrar bjarg­ir.

Eldri borg­ar­ar fjöl­breytt­ur hóp­ur

„Þetta er í raun gert til að geta veitt sem besta þjón­ustu þeim sem þurfa á henni að halda. Kannski höf­um við ekki for­gangsraðað nógu vel hingað til. Við höf­um verið að flokka eldri borg­ara sem einn flokk þegar þetta er auðvitað mjög fjöl­breytt­ur hóp­ur,“ seg­ir Ilm­ur.

Hún bæt­ir við að breyt­inga sé þörf og að þetta verði ekki sú síðasta. Mikið mæði á þjón­ustumiðstöðinni sem er til umræðu. „Hún er lang­stærst og þarna eru flest­ir fatlaðir ein­stak­ling­ar og flest­ir aldraðir. Það mæðir því mikið á þess­ari til­teknu þjón­ustumiðstöð.“

Að lok­um seg­ir hún aðspurð að hug­mynd­in um þrifa­vél­menni hafi verið grip­in úr lausu lofti. „Það er að minnsta kosti ekki þjón­usta sem borg­in ætl­ar að bjóða upp á. Ég held að borg­in í heild sinni þurfi ann­ars að líta til tækninýj­unga, hvort sem það sé í þrif­um eða öðru. En ég held að það sem Sigrún sé að vísa til þarna er að það séu til lausn­ir sem fólk get­ur nýtt sér.“

Sjá frétt mbl.is: Eldri borg­ar­ar noti skúr­ingaró­bóta

Skort­ur á und­ir­bún­ingi

„Mér finnst afar skrýtið að fólki sé vísað beint til ætt­ingja nú þegar þjón­ust­unni slepp­ir. Í þessu spegl­ast bara skort­ur á und­ir­bún­ingi af hálfu borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Áslaug María Friðriks­dótt­ir full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í vel­ferðarráði um skerðingu heimaþjón­ust­unn­ar.

Í þessu til­liti vís­ar Áslaug til Norður­landa þar sem rætt hafi verið um að sveit­ar­fé­lög aug­lýsi vel­ferðarþjón­ustu einkaaðila.

„Svona breyt­ing­ar þarf ein­fald­lega að und­ir­búa. Til­kynna þarf not­end­um þjón­ust­unn­ar hvaða fyr­ir­tæki eru til staðar í borg­inni sem geta veitt sömu þjón­ustu. Einkaaðilar eru hluti af heild­ar­kerf­inu þannig að sjálfsagt væri að gera þeim hærra und­ir höfði,“ seg­ir Áslaug.

Til­kynnt harka­lega

„Um er að ræða þrif einu sinni til tvisvar í mánuði. Það er ekki mikið og það er ör­ugg­lega vel hægt að leysa þetta öðru­vísi. En þetta virðist vera til­kynnt dá­lítið harka­lega og ekki nógu vel und­ir­búið.“

Áslaug seg­ir að notk­un vél­menna í stað starfs­manna væri stór­sniðug hug­mynd. „Það er alls ekki slæmt. Það er kannski dá­lítið bratt að heyra að það eigi bara að taka við. En á sama tíma get­ur það klár­lega hjálpað mikið til. Við þurf­um að venj­ast því að horfa til nýrr­ar tækni og hugsa hvernig við get­um notað hana, svo að fólk geti bet­ur og leng­ur hugsað um sig sjálft.“

„Varað við þessu í fimm ár“

Þá seg­ir hún álag á vel­ferðar­kerfi borg­ar­inn­ar vera að aukast.

„Þrátt fyr­ir það hef­ur ekk­ert verið for­gangsraðað þannig að hægt sé að þjóna öll­um með góðum hætti. Þetta er af­leiðing bágr­ar fjár­hags­stöðu borg­ar­inn­ar en samt sem áður hef­ur ekki verið hart í ári und­an­far­in miss­eri. Það er búið að sóa tæki­fær­um til að und­ir­búa ná­kvæm­lega þetta og það er það sem við höf­um varað við und­an­far­in fimm ár.“

Aðspurð seg­ir Áslaug að hún bú­ist við að málið verði rætt á næsta fundi vel­ferðarráðs.

Ilmur Kristjánsdóttir formaður velferðarráðs.
Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir formaður vel­ferðarráðs.
Áslaug María Friðriksdóttir.
Áslaug María Friðriks­dótt­ir.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert