„Dúbaí er dæmi um að hægt er að taka lítinn stað, miklu minni en Ísland, og umbreyta honum í efnahagslegan máttarstólpa. Líkt og Dúbaí er Ísland staðsett mitt á milli markaða.“
Þetta segir dr. John Kasarda, prófessor og sérfræðingur í framtíðarskipulagi borga í Morgunblaðinu í dag.
Dúbaí gæti þannig orðið fyrirmynd fyrir Keflavíkurflugvöll en í auknum mæli eru flugvellir ekki einungis miðstöðvar til að þjónusta flugfélög heldur nokkurs konar segull sem dregur til sín margvíslega aðra starfsemi, segir Kasarda.