Handtekinn fyrir brot á dýraverndarlögum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Maður var handtekinn í Reykjavík í dag, en hann er grunaður um brot á lögum um dýravernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Talsvert var að gera hjá lögreglu eftir hádegi, en rétt fyrir klukkan eitt var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað. Þar hafði afgreiðslumaður orðið fyrir árás frá viðskiptavini sem hafði hagað sér dólgslega, eins og það er orðað í tilkynningunni.

Um hádegi var svo maður handtekinn í Austurbænum eftir að starfsmaður í verslun hafði borið kennsl á hann vegna eldra þjófnaðarmáls. Kom í ljós að hann var eftirlýstur.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í bílageymslu auk eignaspjalla á tveimur bifreiðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert