Vinnumálastofnun áætlar að í árslok verði 16.900 erlendir ríkisborgarar starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Gangi spáin eftir verður þetta annar mesti fjöldi starfandi erlendra ríkisborgara í sögu landsins. Var árið 2008 metár í þessu tilliti.
Íslenskum ríkisborgurum á vinnumarkaði fjölgaði um 1% milli ára 2013 og 2014. Verði sama aukning milli ára 2014 og 2015 verða þeir að jafnaði 171.700 á þessu ári.
Styrking krónunnar og mikil hækkun launa á Íslandi gerir landið eftirsóknarvert fyrir erlent vinnuafl. Laun á Íslandi eru orðin ein þau hæstu í Evrópu og er útlit fyrir meira launaskrið á næstunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.