Fleiri skora á Ólöfu Nordal

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skorað var á Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra á há­deg­is­fundi Sam­taka eldri sjálf­stæðismanna, sem fram fór í dag í höfuðstöðvum Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll, að gefa kost á sér sem vara­formaður flokks­ins á lands­fundi hans sem fram fer 23.-26. októ­ber.

Ólöf var gest­ur fund­ar­ins og hélt þar er­indi um ýmis þau mál sem und­ir ráðuneyti henn­ar heyra. Að því loknu var opnað fyr­ir fyr­ir­spurn­ir og fól sú fyrsta í sér áskor­un á Ólöfu að gefa kost á sér. Var áskor­un­inni fagnað með miklu lófa­taki en alls urðu þær þrjár. 

Áður hafa sjálf­stæðis­fé­lög­in á Seltjarn­ar­nesi og Fé­lag sjálf­stæðismanna í Lang­holts­hverfi í Reykja­vík skorað á Ólöfu að gefa kost á sér. Þá sendu tíu for­ystu­menn inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins frá sér yf­ir­lýs­ingu sama efn­is í morg­un.

Mbl.is ræddi við Ólöfu eft­ir fund­inn í Val­höll en hún vildi ekki tjá sig um áskor­an­irn­ar á hana.

Frétt­ir mbl.is:

For­ystu­menn skora á Ólöfu

Skorað ein­róma á Ólöfu

Hvetja Ólöfu til fram­boðs á lands­fundi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka