„Það er fullt af úrræðum framundan að mínu viti sem eru spennandi,“ segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um möguleikann á því að róbotar sjái að einhverju leyti um þrif hjá öldruðum. Fyrirséð fjölgun eldri borgara kalli á lausnir sem hafi ekki sést áður.
Hún segir að tækninýjungar á borð við myndsímtöl og samskiptaforrit hafi aukið lífsgæði fjölmargra aldraðra og því verði að skoða slíkar lausnir með opnum huga. Fólk vilji búa heima hjá sér eins lengi og mögulegt er sem kalli á lausnir sem henti. Róbotar hafi verið notaðir í Danmörku og þar hafi bæði verið ánægja með notkun þeirra en jafnframt hafi aðrir hafi ekki viljað nota þá. Ótvíræður kostur sé að þeir þrífi þegar heimilisfólki hentar.
mbl.is ræddi við Þórunni í dag.
Sjá frétt mbl.is: Eldri borgarar noti skúringaróbota.