Hálka og kuldi næstu daga

Munið þið eftir hálkunni? Hún er á leið til okkar …
Munið þið eftir hálkunni? Hún er á leið til okkar aftur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bú­ast má við hálku víða um land aðfar­arnótt laug­ar­dags og á laug­ar­dags­morg­un, þar á meðal á höfuðborg­ar­svæðinu. Gert er ráð fyr­ir kóln­andi veðri á land­inu í kvöld og þá má bú­ast við élj­um norðan­lands en einnig í nótt og á morg­un.

Að sögn Helgu Ívars­dótt­ur, veður­fræðingi hjá Veður­stofu Íslands, verður kuldakastið þó aðeins skamm­vinnt að þessu sinni. „Það kóln­ar frek­ar ört í kvöld og í nótt má bú­ast við að það verði næt­ur­frost, þá sér­stak­lega inn til lands­ins en við strönd­ina er yf­ir­leitt frost­laust,“ seg­ir hún.

Kuld­an­um fylg­ir úr­koma fyr­ir norðan í nótt og má því bú­ast við að víða verði hvítt í fyrra­málið. Snjó­inn tek­ur þó upp þegar líður á morg­un­inn og dag­inn. „Á morg­un erum við með fimm til tíu stiga hita sunn­an til á land­inu en fyr­ir norðan eru ekki nema eitt til sex stig, mun kald­ara en verið hef­ur,“ seg­ir Helga.

Aðfar­arnótt laug­ar­dags kóln­ar enn meira og má víðast hvar bú­ast við að hiti verði um eða und­ir frost­marki um nótt­ina. Á laug­ar­dag­inn verður loft­mass­inn svo kald­ur að það gæti verið slyddu­kennt víða.

„Strax á sunnu­dag snýst þetta al­veg við í vax­andi suðaustanátt og verður þá tals­verð úr­koma um landið sunn­an- og vest­an­vert og áfram á mánu­dag. Á þriðju­dag og miðviku­dag má gera ráð fyr­ir mildu veðri og suðaust­læg­um átt­um en ekki eins mik­illi úr­komu. Það verður hell­ir­ing­ing á sunnu­dag og mánu­dag,“ seg­ir Helga.

Búat má við hálku víðast hvar á föstu­dags­morg­unn, aðfar­arnótt laug­ar­dags og á laug­ar­dags­morg­un. Þá ættu þeir sem fara á milli lands­hluta eða yfir heiðar gera ráð fyr­ir hálku.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert