Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir að flækjustig í stjórnkerfinu og hægagangur af völdum þess muni valda íslensku samfélagi 100 til 200 milljarða tjóni á næstu fimm árum.
Vísar hann þar til þess að stækkun Keflavíkurflugvallar og uppbygging annarra innviða sem nauðsynlegir eru til að mæta auknum straumi ferðamanna til landsins gangi of hægt.
„Það er ótækt að þetta sé á höndum margra aðila í stjórnsýslunni og ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir hann í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.