Hundruð milljarða tjón af hægagangi stjórnvalda

Skúli Mogensen forstjóri WOW.
Skúli Mogensen forstjóri WOW. mbl.is/RAX

Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eig­andi WOW air, seg­ir að flækj­u­stig í stjórn­kerf­inu og hæga­gang­ur af völd­um þess muni valda ís­lensku sam­fé­lagi 100 til 200 millj­arða tjóni á næstu fimm árum.

Vís­ar hann þar til þess að stækk­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og upp­bygg­ing annarra innviða sem nauðsyn­leg­ir eru til að mæta aukn­um straumi ferðamanna til lands­ins gangi of hægt.

„Það er ótækt að þetta sé á hönd­um margra aðila í stjórn­sýsl­unni og rík­is­stjórn­in verður að grípa til aðgerða til að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón,“ seg­ir hann í sam­tali í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert