Stöðvi kennitöluflakk

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri fagnar nýju frumvarpi um skil á ársreikningum, enda sé með því tekið af meiri festu á kennitöluflakki en dæmi séu um á Íslandi.

Kennitöluflakk felur gjarnan í sér að fyrirtæki eru stofnuð utan um rekstur til að selja þjónustu, án þess að nokkurn tímann sé greitt fyrir aðföng eða staðið í skilum með opinber gjöld. Slík óvirk fyrirtæki hafa samkvæmt núverandi reglum ekki þurft að skila ársreikningi, enda liggi reksturinn niðri. Með nýja frumvarpinu mun það breytast.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Skúli Eggert dæmi um að fyrirtæki í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu noti keðju undirverktaka til að komast hjá sköttum. Þá séu falskir reikningar hluti af skattsvikunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert