Veður hefur farið kólnandi á landinu og á höfuðborgarsvæðinu skrýddist borgarfjallið Esja hvítum klæðum í kjölfar ofankomu. Svo virðist sem að fjallið sé að búa sig undir það sem koma skal, en samkvæmt almankinu er fyrsti vetrardagur 24. þessa mánaðar.
Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands, að spáð sé kólnandi veðri og eru líkur á slyddu eða snjóéljum næsta sólarhring, einkum til fjalla fyrir norðan. Þá getur getur hálka einnig myndast á skömmum tíma þar sem lítill vindur er á landinu.