„Rosalegar hamfarir“

Rennsli í Eldvatni við Ása er ennþá vaxandi og var …
Rennsli í Eldvatni við Ása er ennþá vaxandi og var það nú rétt fyrir kl. 11 um 2150 m3/s. Myndin var tekin um ellefuleytið í morgun. Rax / Ragnar Axelsson

„Það er farið að farið að brjóta gríðarlega á landi hjá okk­ur,“ seg­ir Auður Guðbjörns­dótt­ir, bóndi á Búlandi í Skaft­ár­tungu. Tjón er að verða á beit­ar­landi og ræktuðu landi og er það tölu­vert tjón fyr­ir bænd­urna, enda ekki auðvelt að rækta nýtt land á þessu svæði.

Rennsli í Eld­vatni í Ásum er nú 2.122 m³/​s og vatns­hæðin 8,3 metr­ar. Gríðarlegt tjón er að verða á ræktuðu landi í Skaft­ár­dal vegna Skaft­ár­hlaups sem lík­lega er það stærsta í sög­unni. Búið er að loka aust­asta hluta Skaft­ár­tungu­veg­ar (208) vegna hlaups­ins.

Frétt mbl.is: Gríðarlegt tjón á landi

Auður seg­ir að allt sé að fara í bál og brand í Skaft­ár­dal. Í gær flæddi yfir varn­argarð ná­lægt Búlandi og fór veg­ur­inn í daln­um í sund­ur. Inni í Skaft­ár­dal standa tvær gaml­ar brýr og hef­ur áin orðin sí­fellt aðgangs­h­arðari eft­ir því sem líður á morg­un­inn.

Útlit er fyr­ir að rennsli í Skaftá við Sveinstind hafi náð há­marki um kl. 2 í nótt, 2 októ­ber.  Skv. sír­it­andi vatns­hæðarmæli þar var rennslið rétt tæp­ir 2100 m3/s í há­mark­inu. Bú­ast má við að raun­veru­legt rennsli hafi þó verið tölu­vert miklu meira þar sem mikið vatn renn­ur utan mælisviðs stöðvar­inn­ar. Má jafn­vel gera ráð fyr­ir að rennslið hafi orðið um 3000 m3/s.

Rennsli í Eld­vatni við Ása er ennþá vax­andi og var það nú rétt fyr­ir kl. 11 um 2150 m3/s. Gera má ráð fyr­ir að rennsli þar nái há­marki fljót­lega eft­ir há­degið. Mikið vatn renn­ur einnig víðsveg­ar út á hraunið og má bú­ast við að þar flæði næstu daga.

Kap­all­inn hang­ir í vatns­flaumn­um

Eystri brú­in stend­ur ein og sér með vatns­flaum­inn allt í kring­um sig og yfir sig líka, seg­ir Auður. Í fyrra­haust var lagður ljós­leiðari í gegn­um brýrn­ar fyr­ir Neyðarlín­una upp í Snjóöldu. Kap­all­inn hang­ir í vatns­flaumn­um og gæti gefið sig.

Auður og Pét­ur Davíð Sig­urðsson, bænd­ur á Búlandi í Skaft­ár­tungu, eru ekki tengd ljós­leiðar­an­um.„Þeir fengu að leggja hann þarna í gegn­um brýrn­ar, það er al­deil­is að koma í bakið á þeim núna,“ seg­ir Auður.

Frétt mbl.is: Hlaupið hrifs­ar til sín landið

Eystri brú­in er verr stödd en sú vest­ari. „Vest­ari brú­in er þannig að vest­ur­stöpull­inn er að verða ansi smár, þetta er auðvitað bara steypt á mó­berg, þetta eru gaml­ar brýr. Það kvarn­ast fljótt úr hon­um og það er farið að flæða al­veg upp að brú­arop­inu vest­an­verðu,“ seg­ir hún.

Áin svört og þykk

Vatn er farið að flæða yfir veg­inn við Hvamm og er vatns­hæðin um einn metri. Þá nær vatnið inn á land á Búlandi. „Það er farið að flæða um tún­in hjá okk­ur, ekki upp á tún­in en farið að brjóta á landi, gríðarlega,“ seg­ir Auður. Aðspurð seg­ir hún alltaf tjón að missa beit­ar­lönd og ræktuð lönd. Ekki sé auðvelt að rækta upp nýtt land á þessu svæði.

„Áin er búin að breiða úr sér al­veg frá Búlandi og yfir að Árheiði. Þar renn­ur hún nán­ast yfir allt, það eru örfá sker sem standa upp úr,“ seg­ir Auður en þetta er svæðið sem áin renn­ur um áður en hún skipt­ist í tvo ála, Eld­vatn og Skaftá sem renn­ur áfram að Kirkju­bæj­arklaustri.

„Áin er orðin svört og þykk og maður sér þar sem er að lóna upp í kring, þar ligg­ur drull­an eft­ir,“ seg­ir Auður. Hún seg­ir að mik­il læti séu í ánni en íbú­ar á Búlandi heyri þó ekki í henni við bæ­inn. „Ef þú stend­ur við hana eru þetta rosa­leg­ar ham­far­ir.“

Hér að neðan er mynd­skeið sem Auður tók af hlaup­inu í morg­un.

Mikið vatn rennur einnig víðsvegar út á hraunið og má …
Mikið vatn renn­ur einnig víðsveg­ar út á hraunið og má bú­ast við að þar flæði næstu daga. Mynd­in var tek­in um ell­efu­leytið í morg­un. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson, bændur á Búlandi.
Auður Guðbjörns­dótt­ir og Pét­ur Davíð Sig­urðsson, bænd­ur á Búlandi. Úr einka­safni.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert