Ellen Calmon endurkjörin formaður ÖBÍ

Ellen Calmon, formaður Örykjabandalags Íslands.
Ellen Calmon, formaður Örykjabandalags Íslands.

Aðalfundur  Öryrkjabandalags Íslands var haldinn í dag og var Ellen Calmon frá ADHD samtökunum endurkjörin formaður þeirra. Fékk hún 88 greidd atkvæði af 113. Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, var sjálfkjörin varaformaður til eins árs þar sem annað framboð var dregið til baka. Bergur Þorri Benjamínsson, Sjálfsbjörg lsf., var sjálfkjörin gjaldkeri til eins árs. 

Kosið var um formenn í fimm málefnahópa og sitja þeir formenn einnig í stjórn bandalagsins. Þau eru:

Formaður málefnahóps - Kjaramál

  • María Óskarsdóttir, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra

Formaður málefnahóps - Aðgengi

  • Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörk slf.

Formaður málefnahóps - Heilbrigðismál

  • Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra

Formaður málefnahóps - Atvinnu- og menntamál

  • Hjördís Anna Haraldsdóttir , Félag heyrnarlausra

Formaður málefnahóps - Sjálfstætt líf

  • Rúnar Björn Herrera, SEM samtökin

Ellefu manna stjórn

Þá voru kosnir 11 stjórnmenn í eini kosningu og réði atkvæðafjöldi hvaða fjórir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára og hverjir 7 til eins árs. Í framboði voru 18 fulltrúar.

Stjórnarmenn til tveggja ára eru (röð stjórnarmanna samkvæmt atkvæðamagni) :

  • Svava Aradóttir, FAAS
  • Svavar Kjarrval Lúthersson, Einhverfusamtökunum
  • Maggý Hrönn Hermannsdóttir, Geðhjálp
  • Árni Heimir Ingimundarson, Málbjörg - félagi um stam

Jafnframt voru 7 af 11 manna stjórninni kosnir til eins árs. Þau eru:

  • Erna Arngrímsdóttir, SPOEX
  • Kristín Björnsdóttir, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
  • Daníel Ómar Viggósson, CP félagið
  • Ægir Lúðvíksson, MND félagið á Íslandi
  • Garðar Sverrisson, MS-félag Íslands
  • Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélag
  • Emil Thoroddsen, Gigtarfélag Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert