Harma niðurstöðu íslensks réttarkerfis

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Sam­tök­in 78 undr­ast mjög dóm Hæsta­rétt­ar um að senda eigi tvo hæl­is­leit­end­ur aft­ur til Ítal­íu sem þau segja þvert á orð inn­an­rík­is­ráðherra, Ólaf­ar Nor­dal. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá sam­tök­un­um.

„Inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur ný­lega látið þau orð falla að ekki sé óhætt að senda hæl­is­leit­end­ur til Ítal­íu og undr­umst við því mjög að svo virðist sem vísa eigi þess­um tveim­ur hæl­is­leit­end­um aft­ur til Ítal­íu þvert á yf­ir­lýs­ing­ar inn­an­rík­is­ráðherra,“ seg­ir í álykt­un Sam­tak­anna 78.

„Sam­tök­in ‘78 mót­mæla harðlega dómi í máli sam­kyn­hneigðs hæl­is­leit­anda frá Níg­er­íu sem féll í Hæsta­rétti þann 1. októ­ber 2015. Í dómsorði seg­ir að áfrýjaður dóm­ur sem féll í Héraðsdómi Reykja­vík­ur þann 3. fe­brú­ar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maður­inn verði send­ur aft­ur til Ítal­íu, þaðan sem hann kom til Íslands.

Sam­tök­in ´78 harma þessa niður­stöðu ís­lensks rétt­ar­kerf­is sem fel­ur í sér að Íslend­ing­ar gætu borið ábyrgð á því að maður­inn verði að lok­um send­ur aft­ur til Níg­er­íu, þar sem löng fang­elsis­vist og jafn­vel dauðarefs­ing ligg­ur við sam­kyn­hneigð. Hinseg­in fólk sæt­ir að auki ým­is­kon­ar of­sókn­um í land­inu, líkt og maður­inn sjálf­ur hef­ur upp­lifað.

Þess utan er und­ir nú­ver­andi kring­um­stæðum al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að senda nokk­urn hæl­is­leit­anda aft­ur til Ítal­íu. Vegna stór­auk­inna flutn­inga flótta­fólks til Evr­ópu síðustu vik­ur og mánuði er nú verið að senda flótta­fólk frá Ítal­íu í tugþúsunda­vís, ekki til. Ofan á þetta bæt­ist að Ítal­ía stend­ur sig illa í mál­efn­um hinseg­in hæl­is­leit­enda og hef­ur lengi gert.

Þá sagði inn­an­rík­is­ráðherra á Alþingi þann 17. sept­em­ber sl., í svari við fyr­ir­spurn þing­manns­ins Stein­unn­ar Þóru Árna­dótt­ur, að Ítal­ía væri ekki ör­ugg­ur áfangastaður fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. Orðrétt sagði ráðherr­ann:

„Það er rétt sem kom fram hjá hv. þing­manni að Íslend­ing­ar senda ekki hæl­is­leit­end­ur til baka til Grikk­lands nú um stund­ir. Grikk­land er ekki talið ör­uggt land. Það á einnig við um Ítal­íu og Ung­verja­land, þau eru til viðbót­ar ekki tal­in ör­ugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað.“

 Hæl­is­um­sókn viðkom­andi hæl­is­leit­anda var hafnað á Ítal­íu og hann dvaldi þar við erfiðar aðstæður í níu ár áður en hann kom til Íslands. Hér hef­ur hann verið í á fjórða ár og vill ekk­ert frek­ar en fá sér vinnu og hefja nýtt líf á Íslandi - eft­ir fimmtán ár á flótta.

Í þessu ljósi skora Sam­tök­in ‘78 á inn­an­rík­is­ráðherra að standa við fyrri orð og beita sér fyr­ir því að viðkom­andi hæl­is­leit­andi verði ekki send­ur aft­ur til Ítal­íu, frek­ar en aðrir,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert