Samtökin 78 komin í nýtt húsnæði

Sam­tök­in ´78 opnuðu í dag nýtt og glæsi­legt hús­næði að Suður­götu 3 í Reykja­vík. Hús­næðið mun meðal ann­ars nýt­ast sam­tök­un­um við fræðslu­starf­semi, al­menna fundi, fundi ungliðahreyf­ing­ar sam­tak­anna og ráðgjaf­a­starf­semi, en ráðgjaf­ar sam­tak­anna veita á ári hverju yfir 100 ráðgjaf­ar­viðtöl. 

Á opn­un­ar­hátíðinni í dag prýddi sam­sýn­ing hinseg­in lista­manna veggi rým­is­ins, nýr fræðslu­bæk­ling­ur, „Hvað er hinseg­in?“, var frum­sýnd­ur, haust­dag­skrá fé­lags­miðstöðvar­inn­ar kynnt og ungliðar spjölluðu við gesti og gang­andi. Ljós­mynd­ari mbl.is kíkti á staðinn og smellti mynd­um af hús­næðinu, gest­um og gang­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert