Ólöf Nordal gefur kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, hyggst gefa kost á sér í embætti vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi flokks­ins 23.-25. októ­ber. Þetta til­kynnti Ólöf á blaðamanna­fundi á heim­ili sínu í dag.

Ólöf starfaði áður sem vara­formaður flokks­ins á tíma­bil­inu 2010-2013. Hún sat á Alþingi sem þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is 2007-2009 og Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður 2009-2013. Ólöf gaf ekki kost á sér í síðustu alþing­is­kosn­ing­um en tók við embætti inn­an­rík­is­ráðherra af Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, frá­far­andi vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, árið 2014.

Ólöf sagðist hafa íhugað stöðu sína frá því hún tók við embætti inn­an­rík­is­ráðherra. Hún seg­ist nú hafa ákveðið að gefa kost á sér í næstu alþing­is­kosn­ing­um sem og í embætti vara­for­manns flokks­ins.

Ólöf viður­kenndi að staða flokks­ins í könn­un­um mætti vera betri og á því þyrfti að taka. „Ég held að það standi stjórn­mál­un­um fyr­ir þrif­um að þau snú­ast mikið um sjálf sig," sagði Ólöf, „en ég tel það gríðarlega mik­il­vægt að kjörn­ir full­trú­ar flokks­ins séu í góðu sam­bandi við fólkið."

Hún sagðist hafa rætt fram­boðið við ýmsa inn­an flokks­ins en að hún taki ákvörðun sína óháð stöðu frá­far­andi vara­for­manns, Hönnu Birnu, en staða henn­ar hef­ur veikst mjög í kjöl­far leka­máls­ins. Hún seg­ist allt eins eiga von á mót­fram­boði enda séu all­ir í fram­boði á lands­fundi.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert